Erlent

Stoltenberg tekur við á mánudag

Ný samsteypustjórn vinstriflokka tekur formlega við embætti í Noregi á mánudag, en miðju-hægristjórn Kjells Magne Bondevik sagði af sér í gær. Jens Stoltenberg, sem árið 2000 varð yngsti forsætisráðherra í norskri stjórnmálasögu sem leiðtogi skammlífrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins, mun fara fyrir nýju vinstristjórninni, sem Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn standa að ásamt Verkamannaflokknum. Stoltenberg kynnir ríkisstjórn sína síðdegis á mánudag. Meðal fyrstu aðgerðanna sem Stoltenberg hefur boðað að nýja stjórnin hrindi í framkvæmd er að kalla alla norska hermenn heim frá Írak, en þeir eru nú 20 talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×