Lífið

Múlaútibú flytur

Múlaútibú Landsbankans hefur nú verið sameinað Austurbæjarútibúi á Laugavegi 77. Þetta eru nokkrar breytingar fyrir Múlaútibú, en starfsemi þess hefur verið með svipuðu sniði í rúm 36 ár. Sameinað útibú er næststærsta útibú bankans í útlánum talið og er stór hluti útibúsins ætlaður þjónustufulltrúum. Einnig verður sú breyting gerð að tekin verða í notkun gjaldfrjáls bílastæði fyrir viðskiptavini bankans á bak við húsið að Laugavegi 77. Breytingin er liður í endurskipulagningu útibúakerfis Landsbankans sem hefur staðið yfir í á annað ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.