Sport

Lakari undir stjórn Souness

Newcastle varð ekki betra við að fá Graeme Souness í stöðu knattspyrnustjóra í stað Sir Bobby Robson. Þetta fullyrti Laurent Robert, leikmaður liðsins, á dögunum. Stjórn Newcastle taldi að liðið ætti meira inni og því var brugðið á það ráð að skipta um stjóra. Liðið situr í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en stefnt var að Evrópusæti fyrir tímabilið í vetur. "Við erum ekki betri en á síðasta ári, það er mín skoðun. Mér finnst við vera verri ef eitthvað er. Ég hef enga skýringu á því og við þurfum að taka okkur saman í andlitinu," sagði Robert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×