Næsta bylting? 17. september 2005 00:01 Í ræðu sinni í dag, 16. september, lýsti forseti Nintendo, Saturo Iwata, áformum fyrirtækisins með nýjan stýripinna sem á að koma út fyrir næstu Nintendo Console tölvu sem hefur einfaldlega verið nefnd Revolution. Þessi nýi stýripinni brýtur flestar hefðbundnar reglur í sambandi við tölvuleiki. Í staðinn fyrir að vera fjarstýring fyrir báðar hendur er hann hannaður til að vera aðeins í annarri hendinni. Þessi nýja tækni gerir leikmönnun kleift að hlaupa, stökkva, sparka, berja, keyra ökutæki og margt fleira á hátt sem aldrei hefur þekkst. "Tilfinningin er svo náttúruleg og raunveruleg, um leið og spilarar grípa um hann mun hugurinn yfirfyllast af þeim möguleikum sem hann býður uppá eins og aldrei hefur áður þekkst." útskýrir Saturo Iwata. "Þetta er gífurlega áhugaverð þróun sem mun vekja áhuga hjá bæði reyndum og nýjum leikmönnum" Stýripinninn býður einnig upp á fjölda aukahluta, þ.a.m "analog" pinna sem hægt er að tengja við hann til að ná bestu mögulegu stjórn. Þegar hann er tekinn upp og beint að skjánum bregst pinninn strax við og skynjar hreyfingu, dýpt, stöðu og miðun, allt einfaldlega eftir hreyfingum handarinnar. Það er óhætt að segja að leikjaheimurinn bíði spenntur eftir því sem virðist ætla að breyta öllum væntingum sem við höfum til leikjaiðnaðarins. Það eru svo sannarlega góðir tímar framundan, PSP er komin út og PS3 og X-Box 360 eru handan við hornið. Geim mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með. Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Í ræðu sinni í dag, 16. september, lýsti forseti Nintendo, Saturo Iwata, áformum fyrirtækisins með nýjan stýripinna sem á að koma út fyrir næstu Nintendo Console tölvu sem hefur einfaldlega verið nefnd Revolution. Þessi nýi stýripinni brýtur flestar hefðbundnar reglur í sambandi við tölvuleiki. Í staðinn fyrir að vera fjarstýring fyrir báðar hendur er hann hannaður til að vera aðeins í annarri hendinni. Þessi nýja tækni gerir leikmönnun kleift að hlaupa, stökkva, sparka, berja, keyra ökutæki og margt fleira á hátt sem aldrei hefur þekkst. "Tilfinningin er svo náttúruleg og raunveruleg, um leið og spilarar grípa um hann mun hugurinn yfirfyllast af þeim möguleikum sem hann býður uppá eins og aldrei hefur áður þekkst." útskýrir Saturo Iwata. "Þetta er gífurlega áhugaverð þróun sem mun vekja áhuga hjá bæði reyndum og nýjum leikmönnum" Stýripinninn býður einnig upp á fjölda aukahluta, þ.a.m "analog" pinna sem hægt er að tengja við hann til að ná bestu mögulegu stjórn. Þegar hann er tekinn upp og beint að skjánum bregst pinninn strax við og skynjar hreyfingu, dýpt, stöðu og miðun, allt einfaldlega eftir hreyfingum handarinnar. Það er óhætt að segja að leikjaheimurinn bíði spenntur eftir því sem virðist ætla að breyta öllum væntingum sem við höfum til leikjaiðnaðarins. Það eru svo sannarlega góðir tímar framundan, PSP er komin út og PS3 og X-Box 360 eru handan við hornið. Geim mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með.
Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira