Sport

Owen hafði áhrif á Morientes

Sala Real Madrid á Fernando Morientes til Liverpool hefur afhjúpað að Morientes vildi fara frá Spáni eftir komu Michaels Owen til Madrid. Með tilkomu Owens urðu framherjar liðsins fjórir talsins og sagðist Morientes strax hafa velt því fyrir sér að segja skilið við liðið. "Þetta gerði mér erfitt fyrir þar sem ég var orðinn sá fjórði í röðinni," sagði Morientes. Kappinn vildi þó ekki meina að samband hans við Owen hefði beðið hnekki. "Við áttum gott samband þó að tungumálakunnáttan hefði vafist fyrir okkur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×