Rangfærslur um Bandaríkjamenn 14. janúar 2005 00:01 Skúli Helgason skrifar grein um nirfilshátt Bandaríkjamanna í Fréttablaðið síðastliðinn mánudag. Þar gerir hann að umtalsefni lág framlög Bandaríkjanna til þróunarhjálpar. Skúli telur Bandaríkin "skrapa botninn" þegar litið er á þróunaraðstoð þjóða í hlutfalli af landsframleiðslu. Hann segir Bandaríkin verja einungis 0,14% af landsframleiðslu í þróunarmál og að framlag þeirra til þróunarmála á íbúa sé um fjórðungur þess sem meðal Kani eyði í gosdrykki ár hvert. Ef einungis er horft á framlög bandarísku ríkisstjórnarinnar til ríkisstjórna í þriðja heiminum er þetta rétt hjá Skúla. Vandinn er bara að þau framlög nema einungis um 2% þess sem Bandaríkjamenn verja til líknar- og góðgerðarmála. Þau 98% sem eftir standa og Skúli gleymir að nefna (Nicholas D. Kristof, pistlahöfundur hjá New York Times, gleymir því líka í grein sinni um sama málefni, 5. janúar síðastliðinn) eru bein framlög einstaklinga og fyrirtækja til líknar- og góðgerðarmála. Talið er að allt að 60% af öllum frjálsum fjárframlögum Bandaríkjamanna til góðgerðarmála renni til kirkna og trúarhópa. Það er engin smáræðis upphæð þegar haft er í huga að Bandaríkjamenn gáfu á árinu 2004 um 240 milljarða dala eða að meðaltali um 800 dali (um 55 þúsund krónur) á mann til líknar- og góðgerðarmála. Vitað er að stór hluti þeirra fjármuna sem rennur til kirkna og trúarsamtaka fer beint í þróunaraðstoð í þriðja heiminum. Ennfremur má nefna að talsverður hluti frjálsra fjárframlaga einstaklinga og fyrirtækja til heilbrigðis- og menntamála er eyrnamerktur aðstoð í þriðja heiminum. Jafnframt má geta þess að stór hluti þeirra 150 milljarða dala sem ríkisstofnunin "Overseas Private Investment Corporation" (OPIC) hefur fjárfest fyrir hefur farið í þróunarverkefni í þriðja heiminum. Það er ávallt í höndum Bandaríkjaforseta að skipa stjórn þeirrar stofnunar. Í grein sem Dick Morris, fyrrum ráðgjafi Clintons Bandaríkjaforseta, skrifar í bandaríska dagblaðið New York Post þann 7. janúar síðastliðinn (þar sem hann gagnrýnir Kristof harkalega) bendir hann á að frjálsari viðskipti við þriðja heiminn séu mun vænlegri til árangurs heldur en samanlögð þróunarhjálp allra ríkisstjórna heimsins. Dæmi um það sé fríverslunarsamingur Bandaríkjanna við Mexíkó, sem er ein stærsta þriðja heims þjóðin. Þá sé um fimmtungur af 500 milljarða dala fjárlagahalla Bandaríkjanna til kominn vegna viðskipta við Kína og séu þau viðskipti Kínverjum mikil lyftistöng. Jafnframt bendir Morris á þá staðreynd, sem Skúli og Kristof gleyma, að Bandaríkin hafi haft frumkvæði að niðurfellingu hundraða milljarða dala af lánum veittum af bandarískum bönkum og af bandarísku ríkisstjórninni til landa í þriðja heiminum. Skúli Helgason þarf að finna sér eitthvað heppilegra málefni en þetta til að gagnrýna Bandaríkjamenn því sú staðreynd er bláköld að engin þjóð gefur meira til þróunarhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Skúli Helgason skrifar grein um nirfilshátt Bandaríkjamanna í Fréttablaðið síðastliðinn mánudag. Þar gerir hann að umtalsefni lág framlög Bandaríkjanna til þróunarhjálpar. Skúli telur Bandaríkin "skrapa botninn" þegar litið er á þróunaraðstoð þjóða í hlutfalli af landsframleiðslu. Hann segir Bandaríkin verja einungis 0,14% af landsframleiðslu í þróunarmál og að framlag þeirra til þróunarmála á íbúa sé um fjórðungur þess sem meðal Kani eyði í gosdrykki ár hvert. Ef einungis er horft á framlög bandarísku ríkisstjórnarinnar til ríkisstjórna í þriðja heiminum er þetta rétt hjá Skúla. Vandinn er bara að þau framlög nema einungis um 2% þess sem Bandaríkjamenn verja til líknar- og góðgerðarmála. Þau 98% sem eftir standa og Skúli gleymir að nefna (Nicholas D. Kristof, pistlahöfundur hjá New York Times, gleymir því líka í grein sinni um sama málefni, 5. janúar síðastliðinn) eru bein framlög einstaklinga og fyrirtækja til líknar- og góðgerðarmála. Talið er að allt að 60% af öllum frjálsum fjárframlögum Bandaríkjamanna til góðgerðarmála renni til kirkna og trúarhópa. Það er engin smáræðis upphæð þegar haft er í huga að Bandaríkjamenn gáfu á árinu 2004 um 240 milljarða dala eða að meðaltali um 800 dali (um 55 þúsund krónur) á mann til líknar- og góðgerðarmála. Vitað er að stór hluti þeirra fjármuna sem rennur til kirkna og trúarsamtaka fer beint í þróunaraðstoð í þriðja heiminum. Ennfremur má nefna að talsverður hluti frjálsra fjárframlaga einstaklinga og fyrirtækja til heilbrigðis- og menntamála er eyrnamerktur aðstoð í þriðja heiminum. Jafnframt má geta þess að stór hluti þeirra 150 milljarða dala sem ríkisstofnunin "Overseas Private Investment Corporation" (OPIC) hefur fjárfest fyrir hefur farið í þróunarverkefni í þriðja heiminum. Það er ávallt í höndum Bandaríkjaforseta að skipa stjórn þeirrar stofnunar. Í grein sem Dick Morris, fyrrum ráðgjafi Clintons Bandaríkjaforseta, skrifar í bandaríska dagblaðið New York Post þann 7. janúar síðastliðinn (þar sem hann gagnrýnir Kristof harkalega) bendir hann á að frjálsari viðskipti við þriðja heiminn séu mun vænlegri til árangurs heldur en samanlögð þróunarhjálp allra ríkisstjórna heimsins. Dæmi um það sé fríverslunarsamingur Bandaríkjanna við Mexíkó, sem er ein stærsta þriðja heims þjóðin. Þá sé um fimmtungur af 500 milljarða dala fjárlagahalla Bandaríkjanna til kominn vegna viðskipta við Kína og séu þau viðskipti Kínverjum mikil lyftistöng. Jafnframt bendir Morris á þá staðreynd, sem Skúli og Kristof gleyma, að Bandaríkin hafi haft frumkvæði að niðurfellingu hundraða milljarða dala af lánum veittum af bandarískum bönkum og af bandarísku ríkisstjórninni til landa í þriðja heiminum. Skúli Helgason þarf að finna sér eitthvað heppilegra málefni en þetta til að gagnrýna Bandaríkjamenn því sú staðreynd er bláköld að engin þjóð gefur meira til þróunarhjálpar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar