Viðskipti innlent

Kaupmáttur eykst minna

Kaupmáttaraukning launa í fyrra var sú minnsta í heilan áratug. Kaupmáttur jókst um 1,5 prósent. Að meðaltali hefur kaupmáttur aukist um 3,6 prósent á ári síðastliðinn áratug. Laun hækkuðu í fyrra um 4,7 prósent að meðaltali, en verðbólgan sá til þess að lítill hluti varð eftir í launaumslögunum sem raunveruleg hækkun. Laun hækkuðu vegna kjarasamninga, en þensla var ekki mikil á vinnumarkaði og launaskrið því ekki mikið. Greining Íslandsbanka segir líkur á að sú staða muni breytast á þessu ári. Jafnframt muni verðbólga fara lækkandi að því gefnu að krónan haldist sterk. Íslandsbanki spáir því að kaupmáttur muni vaxa um 2,5 prósent á þessu ari. Kaupmáttur hefur aukist samfellt síðastliðinn áratug og var árið 1998 metár, þegar kaupmátturinn jókst um heil 7,6 prósent. Þá fóru saman miklar launahækkanir og lítil verðbólga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×