Sullenberger játar en er ekki ákærður 15. nóvember 2005 07:00 Í Héraðsdómi Reykjavíkur. Verjendur segja suma ákærða en aðra ekki fyrir sama brot. Verjendur sakborninga í Baugsmálinu hafa skriflega krafið embætti Ríkislögreglustjóra skýringa á því hvers vegna Jón Gerald Sullenberger sé ekki ákærður fyrir sömu brot og þrír sakborninga í Baugsmálinu eru ákærðir fyrir. Bréf þessa efnis var lagt fram við þinghald í Héraðsdómi Reykavíkur í gær þar sem taka átti fyrir þær átta ákærur af fjörutíu sem ekki var vísað frá dómi. Fjórar af ákærunum átta varða innflutning Jóns Ásgeirs, Kristínar og Jóhannesar Jónssonar, föður þeirra, á bifreiðum frá Bandaríkjunum á tilteknu tímabili. Öll neita þau sök í málinu. "Við teljum að í gögnum málsins liggi fyrir játningar Jóns Geralds um refsiverðan verknað sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir en ákærum af sama tilefni verið beint að aðilum sem neita sök," sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, þegar hann gekk úr dómssalnum. Verjendur spurðu Ríkislögreglustjóra þessarar sömu spurningar, meðal annars í bréfi hinn 30. ágúst síðastliðinn. Í svari saksóknara tveimur vikum síðar segir að sú niðurstaða að ákæra ekki Jón Gerald sé grundvölluð á sjónarmiðum laga um að höfða ekki mál nema það sem komið hafi fram sé nægilegt eða sennilegt til sakfellis yfir viðkomandi. Fyrir réttri viku sendu verjendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra bréf um þetta efni. Þar segir að í sex ákærum af fjörutíu lýsi Jón Gerald refsiverðu athæfi sínu. Hann sé auk þess eini aðilinn sem játað hafi á sig brot. Þrátt fyrir það sé hann ekki ákærður líkt og hinir sem neiti sök í sama máli. Verjendur telja að þetta standist ekki í ljósi þess að ákærur hafi verið gefnar út á hendur öðrum einstaklingum, einkum á grundvelli framburðar Jóns Geralds vegna sömu háttsemi og hann hafi gengist við. Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Verjendur sakborninga í Baugsmálinu hafa skriflega krafið embætti Ríkislögreglustjóra skýringa á því hvers vegna Jón Gerald Sullenberger sé ekki ákærður fyrir sömu brot og þrír sakborninga í Baugsmálinu eru ákærðir fyrir. Bréf þessa efnis var lagt fram við þinghald í Héraðsdómi Reykavíkur í gær þar sem taka átti fyrir þær átta ákærur af fjörutíu sem ekki var vísað frá dómi. Fjórar af ákærunum átta varða innflutning Jóns Ásgeirs, Kristínar og Jóhannesar Jónssonar, föður þeirra, á bifreiðum frá Bandaríkjunum á tilteknu tímabili. Öll neita þau sök í málinu. "Við teljum að í gögnum málsins liggi fyrir játningar Jóns Geralds um refsiverðan verknað sem hann hefur ekki verið ákærður fyrir en ákærum af sama tilefni verið beint að aðilum sem neita sök," sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, þegar hann gekk úr dómssalnum. Verjendur spurðu Ríkislögreglustjóra þessarar sömu spurningar, meðal annars í bréfi hinn 30. ágúst síðastliðinn. Í svari saksóknara tveimur vikum síðar segir að sú niðurstaða að ákæra ekki Jón Gerald sé grundvölluð á sjónarmiðum laga um að höfða ekki mál nema það sem komið hafi fram sé nægilegt eða sennilegt til sakfellis yfir viðkomandi. Fyrir réttri viku sendu verjendur Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra bréf um þetta efni. Þar segir að í sex ákærum af fjörutíu lýsi Jón Gerald refsiverðu athæfi sínu. Hann sé auk þess eini aðilinn sem játað hafi á sig brot. Þrátt fyrir það sé hann ekki ákærður líkt og hinir sem neiti sök í sama máli. Verjendur telja að þetta standist ekki í ljósi þess að ákærur hafi verið gefnar út á hendur öðrum einstaklingum, einkum á grundvelli framburðar Jóns Geralds vegna sömu háttsemi og hann hafi gengist við.
Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira