Erlent

Hætta að nota tveggja hæða vagna í Lundúnum

MYND/Getty Images

Eitt af höfuðeinkennum Lundúnaborgar undanfarna áratugi hverfur af sjónarsviðinu á morgun. Til stendur að leggja rauðu tveggja hæða strætisvögnunum sem fólk hefur getað hoppað upp í og af í rúmlega hálfa öld. Ástæðan fyrir því að þeim er lagt er meðal annars að þeir eru óhentugir fötluðum og fólki með vagna og kerrur auk þess sem þeir þykja ekki nógu öruggir, en einn þeirra var sprengdur í loft upp í hryðjuverkunum í Lundúnum í sumar. Nokkrum vagnanna hefur þegar verið fundið nýtt hlutverk en þeir hafa verið innréttaðir til að hýsa heimilislausa yfir jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×