Erlent

Stórum hluta af Gautaborg lokað vegna tundurdufls

Stórum hlutaaf Gautaborg í Svíþjóð var lokaðí nótt eftir að fiskibátur hafði komið til hafnar með það sem lögreglu grunar að sé tundurdufl úr síðari heimsstyrjöldinni. Báturinn kom til hafnar í Gautaborg í gærkvöld og strax þá girti lögregla svæðið og bannaði alla umferð í rúmlega kílómetra radíus. Kallað var á sprengjusérfræðinga sænska sjóhersins en þeir telja að um 150 kílóa breskt tundurdufl sé að ræða. Ákvörðun verður tekin um það fyrir hádegi hvað verður gert við duflið.Töluverðar tafir urðu á morgunumferð í Gautaborg vegna lokunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×