Erlent

Kjósendur ráku borgarstjórann

Borgarstjóra Spokane í Washingtonríki í Banda­ríkj­unum hefur verið vikið úr em­bætti í sér­stök­um kosn­ing­um. Borgarstjórinn, sem heitir James E. West og er 54 ára, var sakað­ur um að hafa boð­ið ung­um mönn­um sem hann hitti á homma­spjall­rás­um netsins bæði störf og smá­greiða.

West lætur af embætti 16. þessa mánað­ar þegar búið er að stað­festa úr­slit kosn­ing­anna. Þegar rúm­ur helm­ing­ur 110 þús­und atkvæð­a hafði verið talinn var ljóst að um 65 prósent vildu að borgarstjórinn léti af störfum. "Ég sagðist mundu fara að vilja kjósenda og þeir hafa klárlega látið hann í ljós," sagði West.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×