Erlent

Reyndi að selja FBI flugskeyti

Breti, sem ákærður var fyrir að reyna að selja hryðjuverkamönnum flugskeyti til notkunar í Bandaríkjunum, var fundinn sekur um athæfið fyrir rétti í New Jersey í dag. Hann var handtekinn árið 2003 eftir að hafa reynt að selja bandarískum alríkislögeglumanni, sem þóttist vera íslamskur hryðjuverkamaður, flugskeytið. Ekki hefur kveðið upp hversu langa fangelsisvist Bretinn, sem er 69 ára gamall, verður dæmdur í en búist er við að hann þurfi að dúsa inni í 25 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×