Segir rangfærslur í grein um lónið 24. maí 2005 00:01 Framkvæmdastjóri Bláa lónsins er afar ósáttur við umfjöllun blaðakonunnar Susan d'Arcy í The Sunday Times um helgina, sem segir lónið meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims. Í umfjölluninni fær Bláa lónið harkalega útreið og það ekki sagt vera sá sælustaður sem auglýstur er. Blaðakonan segir þrengsli og táfýlu vera í búningsklefunum. Þá segir hún alla vellíðan hafi horfið eins og dögg fyrir sólu þegar hún steig ofan í og tolldi hún ekki lengur við en í fimm mínútur. Hún efast um hreinleika lónsins og telur sig hafa lesið úr augnaráði eins gestanna að hann hafi verið að míga í lónið. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir að lóni sé heimsþekkt og forsvarsmenn þess verði að takast á við það jákvæða og neikvæða sem því fylgi. Blaðamaðurinn upplifi lónið ekki með jákvæðum hætti en ekki sé hægt að stjórna upplifun hvers og eins einasta gests sem komi í lónið, en 354 þúsund gestir hafi heimsótt það í fyrra. Hins vegar sé blaðakonan með hreinar rangfærslur, sérstaklega um uppruna jarðsjávarins. Þá sé hún með persónulegar hugleiðingar sem séu ekki við hæfi. Grímur segir blaðkonuna hafa lýst uppruna vatnsins í lóninu eins og um gamla lónið væri að ræða þegar affall frá orkuveitunni í Svartsengi var notað. Nú kemur sjórinn hins vegar beint úr iðrum jarðar með lögnum 160 gráðu heitur og er blandaður á nokkrum stöðum í lóninu. Í framhaldi af þessum rangfærslum bendir Grímur á að í gær hafi komið tölvupóstur frá blaðakonunnin þar sem hún meðal annars spyr um upptök lónsins, degi eftir að grein hennar birtist. Hún leitaði sem sagt upplýsinga eftir á. Grímur segir hreinlæti í lóninu ekki ábótavant og bendir að það hafi fengið Bláfánann, sem er hreinlætisvottun frá Evrópusambandinu, þrjú ár í röð. Ssex milljónum lítra af jarðsjó sé skipt út á 40 klukkustunda fresti þannig að allt lónið endurnýi sig á þeim tíma. Grímur segir sumar athugasemdir blaðakonunnar þekktar eins að búningsklefarnir séu helst til þröngir þegar mikið er að gera. Hann segir hins vegar lónið ekki yfirfullt af fólki enda er það 5000 fermetrar og því eigi allir að geta fundið sér stað til afslöppunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Bláa lónsins er afar ósáttur við umfjöllun blaðakonunnar Susan d'Arcy í The Sunday Times um helgina, sem segir lónið meðal ofmetnustu ferðamannastaða heims. Í umfjölluninni fær Bláa lónið harkalega útreið og það ekki sagt vera sá sælustaður sem auglýstur er. Blaðakonan segir þrengsli og táfýlu vera í búningsklefunum. Þá segir hún alla vellíðan hafi horfið eins og dögg fyrir sólu þegar hún steig ofan í og tolldi hún ekki lengur við en í fimm mínútur. Hún efast um hreinleika lónsins og telur sig hafa lesið úr augnaráði eins gestanna að hann hafi verið að míga í lónið. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir að lóni sé heimsþekkt og forsvarsmenn þess verði að takast á við það jákvæða og neikvæða sem því fylgi. Blaðamaðurinn upplifi lónið ekki með jákvæðum hætti en ekki sé hægt að stjórna upplifun hvers og eins einasta gests sem komi í lónið, en 354 þúsund gestir hafi heimsótt það í fyrra. Hins vegar sé blaðakonan með hreinar rangfærslur, sérstaklega um uppruna jarðsjávarins. Þá sé hún með persónulegar hugleiðingar sem séu ekki við hæfi. Grímur segir blaðkonuna hafa lýst uppruna vatnsins í lóninu eins og um gamla lónið væri að ræða þegar affall frá orkuveitunni í Svartsengi var notað. Nú kemur sjórinn hins vegar beint úr iðrum jarðar með lögnum 160 gráðu heitur og er blandaður á nokkrum stöðum í lóninu. Í framhaldi af þessum rangfærslum bendir Grímur á að í gær hafi komið tölvupóstur frá blaðakonunnin þar sem hún meðal annars spyr um upptök lónsins, degi eftir að grein hennar birtist. Hún leitaði sem sagt upplýsinga eftir á. Grímur segir hreinlæti í lóninu ekki ábótavant og bendir að það hafi fengið Bláfánann, sem er hreinlætisvottun frá Evrópusambandinu, þrjú ár í röð. Ssex milljónum lítra af jarðsjó sé skipt út á 40 klukkustunda fresti þannig að allt lónið endurnýi sig á þeim tíma. Grímur segir sumar athugasemdir blaðakonunnar þekktar eins að búningsklefarnir séu helst til þröngir þegar mikið er að gera. Hann segir hins vegar lónið ekki yfirfullt af fólki enda er það 5000 fermetrar og því eigi allir að geta fundið sér stað til afslöppunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira