Guðmundur elstur íslenskra karla 24. maí 2005 00:01 Íslenskir karlmenn verða karla elstir í heiminum. Meðalaldur þeirra er nú kominn upp í 79 ár. Aldursforsetinn er Guðmundur Daðason en hann verður 105 ára síðar á árinu. Guðmundur Daðason er aldurshöfðingi íslenskra karla. Hann er orðinn 104 ára og hálfu ári betur. Hann hefur fótavist en bæði sjón og heyrn eru farin að daprast. Hann vakti mikla athygli í fyrra þegar hann tefldi á skákmóti Hróksins við dreng sem var 98 árum yngri. Á herbergi hans á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ vekja athygi ljósmyndir af honum með foringjum Framsóknarflokksins, meðal annars með forsætisráðherra. Guðmundur segir að hann sé sagður elsti framsóknarmaður í heimi. Það eru karlar eins og Guðmundur sem hífa upp meðalaldur íslenskra karlmanna. Á topp tíu listanum yfir þau lönd Evrópu þar sem karlmenn lifa lengst er Ísland nú langefst með 79 ára meðalævilengd karla. Næst koma Sviss og Svíþjóð með 77,9 ár en þar á eftir Ítalía, Spánn, Noregur, Grikkland, Holland, Austurríki og Bretland. Íslenskar konur voru um tíma þær sem urðu elstar kvenna en eru nú í fimmta til sjötta sæti á Evrópulistanum ásamt sænskum konum með meðalævilengd upp á 82,4 ár. Spánn er í efsta sæti með 83,6 ár en síðan koma Sviss, Frakkland, Ítalía og Svíþjóð en fyrir neðan Ísland eru svo Finnland, Austurríki, Noregur og Þýskaland. Athygli vekur að á síðustu þremur áratugum hefur dregið talsvert saman með kynjunum í meðalævilengd á Íslandi. Á árunum upp úr 1960 gátu íslenskir karlar vænst þess að verða liðlega sjötugir en konur liðlega 76 ára. Þá munaði sex árum á kynjunum. Meðalævi beggja kynja hefur haldið áfram að lengjast en hraðar hjá körlunum á seinni árum þannig að núna munar tæpum fjórum árum. Hagstofan segir að svipaða þróun megi greina í öðrum Evrópulöndum en munur á ævilengd kynjanna sé þó víðast hvar meiri en hér. Guðmundur Daðason á reyndar ekki langt að rekja langlífi sitt. Móðir hans, María Andrésdóttir, varð rúmlega 106 ára gömul. Guðmundur segir að hún hafi verið elsti Íslendingur sem vitað hafi verið um á þeim tíma. Systir hans, Ingibjörg Daðadóttir, varð 104 ára. Guðmundur skýrir langlífið í ættinni á þann hátt að þau hafi lifað hófsamlegu lífi. Hann telur einnig að eyjalífið við Breiðafjörð hafi haft sitt að segja, en hann er Breiðfirðingur, var lengst af bóndi að Ósi á Skógarströnd og því fylgdu æfingar alla daga. Guðmundur segist hafa fengið sér sundsprett á hverjum degi og þá hafi hann róið í land reglulega. Þar að auki hafi slátturinn og raksturinn tekið á og heybindingar og heysátur. Aðspurður hvaða breyting á hans löngu ævi hann telji að hafi haft mest áhrif á samfélagið segir Guðmundur að það hafi verið síminn. Guðmundur, sem verður 105 ára í nóvember, á fimm börn, 21 barnabarn og 32 barnabarnabörn og það 33 er á leiðinni. Eiginkonu sína, Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, missti hann fyrir fimmtán árum. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Íslenskir karlmenn verða karla elstir í heiminum. Meðalaldur þeirra er nú kominn upp í 79 ár. Aldursforsetinn er Guðmundur Daðason en hann verður 105 ára síðar á árinu. Guðmundur Daðason er aldurshöfðingi íslenskra karla. Hann er orðinn 104 ára og hálfu ári betur. Hann hefur fótavist en bæði sjón og heyrn eru farin að daprast. Hann vakti mikla athygli í fyrra þegar hann tefldi á skákmóti Hróksins við dreng sem var 98 árum yngri. Á herbergi hans á dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ vekja athygi ljósmyndir af honum með foringjum Framsóknarflokksins, meðal annars með forsætisráðherra. Guðmundur segir að hann sé sagður elsti framsóknarmaður í heimi. Það eru karlar eins og Guðmundur sem hífa upp meðalaldur íslenskra karlmanna. Á topp tíu listanum yfir þau lönd Evrópu þar sem karlmenn lifa lengst er Ísland nú langefst með 79 ára meðalævilengd karla. Næst koma Sviss og Svíþjóð með 77,9 ár en þar á eftir Ítalía, Spánn, Noregur, Grikkland, Holland, Austurríki og Bretland. Íslenskar konur voru um tíma þær sem urðu elstar kvenna en eru nú í fimmta til sjötta sæti á Evrópulistanum ásamt sænskum konum með meðalævilengd upp á 82,4 ár. Spánn er í efsta sæti með 83,6 ár en síðan koma Sviss, Frakkland, Ítalía og Svíþjóð en fyrir neðan Ísland eru svo Finnland, Austurríki, Noregur og Þýskaland. Athygli vekur að á síðustu þremur áratugum hefur dregið talsvert saman með kynjunum í meðalævilengd á Íslandi. Á árunum upp úr 1960 gátu íslenskir karlar vænst þess að verða liðlega sjötugir en konur liðlega 76 ára. Þá munaði sex árum á kynjunum. Meðalævi beggja kynja hefur haldið áfram að lengjast en hraðar hjá körlunum á seinni árum þannig að núna munar tæpum fjórum árum. Hagstofan segir að svipaða þróun megi greina í öðrum Evrópulöndum en munur á ævilengd kynjanna sé þó víðast hvar meiri en hér. Guðmundur Daðason á reyndar ekki langt að rekja langlífi sitt. Móðir hans, María Andrésdóttir, varð rúmlega 106 ára gömul. Guðmundur segir að hún hafi verið elsti Íslendingur sem vitað hafi verið um á þeim tíma. Systir hans, Ingibjörg Daðadóttir, varð 104 ára. Guðmundur skýrir langlífið í ættinni á þann hátt að þau hafi lifað hófsamlegu lífi. Hann telur einnig að eyjalífið við Breiðafjörð hafi haft sitt að segja, en hann er Breiðfirðingur, var lengst af bóndi að Ósi á Skógarströnd og því fylgdu æfingar alla daga. Guðmundur segist hafa fengið sér sundsprett á hverjum degi og þá hafi hann róið í land reglulega. Þar að auki hafi slátturinn og raksturinn tekið á og heybindingar og heysátur. Aðspurður hvaða breyting á hans löngu ævi hann telji að hafi haft mest áhrif á samfélagið segir Guðmundur að það hafi verið síminn. Guðmundur, sem verður 105 ára í nóvember, á fimm börn, 21 barnabarn og 32 barnabarnabörn og það 33 er á leiðinni. Eiginkonu sína, Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, missti hann fyrir fimmtán árum.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira