Innlent

Aflaverðmæti eykst um 14 prósent

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 12,6 milljörðum króna samanborið við 11 milljarða á sama tímabili 2004. Aflaverðmætið hefur því aukist um 14 prósent á milli ára eða um nærri 1,6 milljarða króna. Athygli vekur að verðmæti skel- og krabbadýraafla var aðeins 12 milljónir króna en á sama tímabili í fyrra var það tæpar 177 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×