Stefnir í kollsteypu efnahagslífs 16. febrúar 2005 00:01 Staða gengisins um þessar mundir er svipuð og hún var árið 1999 segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Síðan þá hafi gengi dollarans hækkað, hæst í rúmar 107 krónur í nóvember 2001, en svo lækkað aftur. Sveifla pundsins hafi verið helmingi minni. Gengi evrunnar hafi hins vegar sveiflast lítið. "Gengi þeirra gjaldmiðla sem við seljum í er í lagi, en gengi dollara, sem útgerðin skuldar í, lækkar. Þetta er því óskastaða fyrir útgerðina," segir Guðmundur en bætir því við að olíuverð hafi hækkað mikið auk þess sem laun hafi hækkað töluvert. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, andmælir þessu og bendir á að hluti bæði tekna og skulda sjávarútvegsfyrirtækja sé í dollurum, en flestar skuldir séu í einhverjum myntkörfum. Hann bendir jafnframt á að í stað þess að gengisvísitalan sé í kringum 130, sem sé eðlilegt viðmiðunargengi, sé vísitalan nú 111. Það þýði að tekjumöguleikar greinarinnar hafi lækkað um 15 prósent og að gengið sé orðið mun hærra en útflutningsgreinar ráða við. Miðað við fimm ára meðaltal þurfi gengi pundsins að hækka um 10 prósent, en stór hluti sjávarafurða er fluttur til Bretlands. Gengisþróunin sé því að lækka tekjur og rýra kjör greinarinnar og afkomu hennar. "Það sem skiptir máli er ofhitnun hagkerfisins," segir Sveinn og bætir því við að að til að bregðast við og kæla hitastigið niður þurfi ríki og sveitarfélög að draga úr framkvæmdum, en þar á bæ sé engin viðleitni til aðhalds. Í því samhengi bendir hann á að launaþróun hjá hinu opinbera sé umfram aðra auk þess sem verð á húsnæði spenni upp verðbólgu og þenslu. Því sé mikilvægt að spyrna við fótum og leiðrétta gengið, svo ekki gangi yfir holskeflur sem við ráðum lítt við. "Við þolum það ekki mjög lengi að vera með einn sterkasta gjaldmiðil í heimi." Guðmundur Ólafsson Fréttir Innlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Staða gengisins um þessar mundir er svipuð og hún var árið 1999 segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Síðan þá hafi gengi dollarans hækkað, hæst í rúmar 107 krónur í nóvember 2001, en svo lækkað aftur. Sveifla pundsins hafi verið helmingi minni. Gengi evrunnar hafi hins vegar sveiflast lítið. "Gengi þeirra gjaldmiðla sem við seljum í er í lagi, en gengi dollara, sem útgerðin skuldar í, lækkar. Þetta er því óskastaða fyrir útgerðina," segir Guðmundur en bætir því við að olíuverð hafi hækkað mikið auk þess sem laun hafi hækkað töluvert. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, andmælir þessu og bendir á að hluti bæði tekna og skulda sjávarútvegsfyrirtækja sé í dollurum, en flestar skuldir séu í einhverjum myntkörfum. Hann bendir jafnframt á að í stað þess að gengisvísitalan sé í kringum 130, sem sé eðlilegt viðmiðunargengi, sé vísitalan nú 111. Það þýði að tekjumöguleikar greinarinnar hafi lækkað um 15 prósent og að gengið sé orðið mun hærra en útflutningsgreinar ráða við. Miðað við fimm ára meðaltal þurfi gengi pundsins að hækka um 10 prósent, en stór hluti sjávarafurða er fluttur til Bretlands. Gengisþróunin sé því að lækka tekjur og rýra kjör greinarinnar og afkomu hennar. "Það sem skiptir máli er ofhitnun hagkerfisins," segir Sveinn og bætir því við að að til að bregðast við og kæla hitastigið niður þurfi ríki og sveitarfélög að draga úr framkvæmdum, en þar á bæ sé engin viðleitni til aðhalds. Í því samhengi bendir hann á að launaþróun hjá hinu opinbera sé umfram aðra auk þess sem verð á húsnæði spenni upp verðbólgu og þenslu. Því sé mikilvægt að spyrna við fótum og leiðrétta gengið, svo ekki gangi yfir holskeflur sem við ráðum lítt við. "Við þolum það ekki mjög lengi að vera með einn sterkasta gjaldmiðil í heimi." Guðmundur Ólafsson
Fréttir Innlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira