Stefnir í kollsteypu efnahagslífs 16. febrúar 2005 00:01 Staða gengisins um þessar mundir er svipuð og hún var árið 1999 segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Síðan þá hafi gengi dollarans hækkað, hæst í rúmar 107 krónur í nóvember 2001, en svo lækkað aftur. Sveifla pundsins hafi verið helmingi minni. Gengi evrunnar hafi hins vegar sveiflast lítið. "Gengi þeirra gjaldmiðla sem við seljum í er í lagi, en gengi dollara, sem útgerðin skuldar í, lækkar. Þetta er því óskastaða fyrir útgerðina," segir Guðmundur en bætir því við að olíuverð hafi hækkað mikið auk þess sem laun hafi hækkað töluvert. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, andmælir þessu og bendir á að hluti bæði tekna og skulda sjávarútvegsfyrirtækja sé í dollurum, en flestar skuldir séu í einhverjum myntkörfum. Hann bendir jafnframt á að í stað þess að gengisvísitalan sé í kringum 130, sem sé eðlilegt viðmiðunargengi, sé vísitalan nú 111. Það þýði að tekjumöguleikar greinarinnar hafi lækkað um 15 prósent og að gengið sé orðið mun hærra en útflutningsgreinar ráða við. Miðað við fimm ára meðaltal þurfi gengi pundsins að hækka um 10 prósent, en stór hluti sjávarafurða er fluttur til Bretlands. Gengisþróunin sé því að lækka tekjur og rýra kjör greinarinnar og afkomu hennar. "Það sem skiptir máli er ofhitnun hagkerfisins," segir Sveinn og bætir því við að að til að bregðast við og kæla hitastigið niður þurfi ríki og sveitarfélög að draga úr framkvæmdum, en þar á bæ sé engin viðleitni til aðhalds. Í því samhengi bendir hann á að launaþróun hjá hinu opinbera sé umfram aðra auk þess sem verð á húsnæði spenni upp verðbólgu og þenslu. Því sé mikilvægt að spyrna við fótum og leiðrétta gengið, svo ekki gangi yfir holskeflur sem við ráðum lítt við. "Við þolum það ekki mjög lengi að vera með einn sterkasta gjaldmiðil í heimi." Guðmundur Ólafsson Fréttir Innlent Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Staða gengisins um þessar mundir er svipuð og hún var árið 1999 segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Síðan þá hafi gengi dollarans hækkað, hæst í rúmar 107 krónur í nóvember 2001, en svo lækkað aftur. Sveifla pundsins hafi verið helmingi minni. Gengi evrunnar hafi hins vegar sveiflast lítið. "Gengi þeirra gjaldmiðla sem við seljum í er í lagi, en gengi dollara, sem útgerðin skuldar í, lækkar. Þetta er því óskastaða fyrir útgerðina," segir Guðmundur en bætir því við að olíuverð hafi hækkað mikið auk þess sem laun hafi hækkað töluvert. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, andmælir þessu og bendir á að hluti bæði tekna og skulda sjávarútvegsfyrirtækja sé í dollurum, en flestar skuldir séu í einhverjum myntkörfum. Hann bendir jafnframt á að í stað þess að gengisvísitalan sé í kringum 130, sem sé eðlilegt viðmiðunargengi, sé vísitalan nú 111. Það þýði að tekjumöguleikar greinarinnar hafi lækkað um 15 prósent og að gengið sé orðið mun hærra en útflutningsgreinar ráða við. Miðað við fimm ára meðaltal þurfi gengi pundsins að hækka um 10 prósent, en stór hluti sjávarafurða er fluttur til Bretlands. Gengisþróunin sé því að lækka tekjur og rýra kjör greinarinnar og afkomu hennar. "Það sem skiptir máli er ofhitnun hagkerfisins," segir Sveinn og bætir því við að að til að bregðast við og kæla hitastigið niður þurfi ríki og sveitarfélög að draga úr framkvæmdum, en þar á bæ sé engin viðleitni til aðhalds. Í því samhengi bendir hann á að launaþróun hjá hinu opinbera sé umfram aðra auk þess sem verð á húsnæði spenni upp verðbólgu og þenslu. Því sé mikilvægt að spyrna við fótum og leiðrétta gengið, svo ekki gangi yfir holskeflur sem við ráðum lítt við. "Við þolum það ekki mjög lengi að vera með einn sterkasta gjaldmiðil í heimi." Guðmundur Ólafsson
Fréttir Innlent Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira