Fischer er næst frægastur 23. mars 2005 00:01 Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar. Fjöldi vefsíðna sem geyma nöfn fólks er viðurkenndur mælikvarði á frægð og sé nöfnum Fischers og Bjarkar slegið upp á leitarvélum má sjá að Björk hefur vinninginn. Samtöl við fólk sem hefur tilfinningu fyrir frægð og umtali í erlendum fjölmiðlum leiðir hið sama í ljós. Björk er gríðarlega þekkt víðast hvar á jarðkúlunni enda hafa plötur hennar selst í bílförmum. Þá vekur hún jafnan athygli hvar sem hún kemur; fyrir útlit, orð og gjörðir. Leikur hennar í Myrkradansaranum, verðlaun á Cannes-hátíðinni, tilnefning til Óskarsverðlauna og söngur á Óskarshátíðinni fleyttu henni enn ofar á frægðarhimininn. Augu alheimsins beindust að Fischer þegar hann háði einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák við Spassky í Reykjavík 1972. Það voru ekki einasta skákáhugamenn og þeir sem fylgdust með almennum fréttum sem beindu sjónum sínum að aðalleikurunum í Laugardalshöllinni það ár því þar mættust austrið og vestrið í miðju kalda stríðinu. Eftir að Fischer hélt heim með heimsmeistaratitilinn í farteskinu hélt hann sig til hlés og frá kastljósi fjölmiðlanna. Hann tefldi einstaka sýningaskák en það var vart fyrr en 1992 - á 20 ára afmæli einvígis aldarinnar - sem hann komst í sviðsljósið á ný. Væringar síðustu vikna og mánaða hafa svo vakið á honum athygli á ný. Að líkindum er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen næstur á listanum yfir frægustu Íslendingana. Hann er einn af lykilmönnunum í toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en grannt er fylgst með enskri knattspyrnu í löndum þar sem á annað borð er áhugi á greininni. Í hópi annarra Íslendinga sem njóta frægðar víðsvegar um heim vegna hæfileika eða afreka eru til dæmis tónlistarmaðurinn Vladimir D. Ashkenazy, söngvarinn Kristján Jóhannsson, dansarinn Helgi Tómasson, rithöfundurinn Halldór Laxness, geimfarinn Bjarni Tryggvason og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar. Fjöldi vefsíðna sem geyma nöfn fólks er viðurkenndur mælikvarði á frægð og sé nöfnum Fischers og Bjarkar slegið upp á leitarvélum má sjá að Björk hefur vinninginn. Samtöl við fólk sem hefur tilfinningu fyrir frægð og umtali í erlendum fjölmiðlum leiðir hið sama í ljós. Björk er gríðarlega þekkt víðast hvar á jarðkúlunni enda hafa plötur hennar selst í bílförmum. Þá vekur hún jafnan athygli hvar sem hún kemur; fyrir útlit, orð og gjörðir. Leikur hennar í Myrkradansaranum, verðlaun á Cannes-hátíðinni, tilnefning til Óskarsverðlauna og söngur á Óskarshátíðinni fleyttu henni enn ofar á frægðarhimininn. Augu alheimsins beindust að Fischer þegar hann háði einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák við Spassky í Reykjavík 1972. Það voru ekki einasta skákáhugamenn og þeir sem fylgdust með almennum fréttum sem beindu sjónum sínum að aðalleikurunum í Laugardalshöllinni það ár því þar mættust austrið og vestrið í miðju kalda stríðinu. Eftir að Fischer hélt heim með heimsmeistaratitilinn í farteskinu hélt hann sig til hlés og frá kastljósi fjölmiðlanna. Hann tefldi einstaka sýningaskák en það var vart fyrr en 1992 - á 20 ára afmæli einvígis aldarinnar - sem hann komst í sviðsljósið á ný. Væringar síðustu vikna og mánaða hafa svo vakið á honum athygli á ný. Að líkindum er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen næstur á listanum yfir frægustu Íslendingana. Hann er einn af lykilmönnunum í toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en grannt er fylgst með enskri knattspyrnu í löndum þar sem á annað borð er áhugi á greininni. Í hópi annarra Íslendinga sem njóta frægðar víðsvegar um heim vegna hæfileika eða afreka eru til dæmis tónlistarmaðurinn Vladimir D. Ashkenazy, söngvarinn Kristján Jóhannsson, dansarinn Helgi Tómasson, rithöfundurinn Halldór Laxness, geimfarinn Bjarni Tryggvason og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira