Innlent

Vagn gaf sig undan þunga rafals

Dráttarvagn sem átti að flytja 80 tonna þungan rafal frá Sundahöfn upp í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Nesjavelli gaf sig þegar verið var að draga hann um hringtorgið í Sundahöfn snemma í morgun. Rafallinn tollir á vagninum og hefur starfsmönnum ET flutningafyrirtækisins tekist að flytja vagninn inn á athafnasvæði sitt við Sundahöfn þannig að þar eru engar umferðartafir lengur. Verðmæti rafalsins hleypur á hundruðum milljóna króna og afgreiðslufrestur á slíku tæki er margir mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×