Sport

Elsa hlutskörpust í 5 km göngu

Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði, sigraði í 5 kílómetra göngu á Skíðamóti Íslands sem hófst á Sauðárkróki í gær. Elsa Guðrún varð rúmri mínútu á undan Stellu Hjaltadóttur, Ísafirði, sem varð önnur. Sólveg Guðmundsdóttir frá Ísafirði varð þriðja. Jakob Einar Jakobsson Ísafirði varð Íslandsmeistari í 10 kílómetra göngu. Akureyringarnir Andri Steindórsson og Ólafur H. Björnsson urðu í öðru og þriðja sæti. Í flokki pilta 17-19 ára sigraði Sævar Birgisson frá Sauðárkróki en Ísfirðingarnir Arnar Björgvinsson og Kristján Ásvaldsson urðu í öðru og þriðja sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×