Innlent

Samið um umframmjólk

Mjólkursamlagið Mjólka ehf. sem stofnað var í síðasta mánuði hefur náð samningum við tíu kúabændur sem munu selja því mjólk sem þeir framleiða umfram kvóta en Mjólka setur sína fyrstu vöru á markað í næsta mánuði. Afurðirnar eru framleiddar hér á landi án beinna styrkja frá hinu opinbera. Bændasamtök Íslands sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þau vekja athygli á því að ólöglegt sé að selja mjólk innanlands sem framleidd er umfram greiðslumark án leyfis framkvæmdarnefndar búvörusamninga. "Það ríkir atvinnufrelsi í landinu og við erum ekki bundnir að búvörusamningum svo við þurfum ekki leyfi framkvæmdarnefndar," segir Ólafur M. Magnússonar framkvæmdastjóri Mjólku. Að fyrirtækinu standa átta systkyni frá Eyjum ll í Kjós en þau eru með um fimmtíu kýr. Spurður hvað hann gerði við mjólkina frá þeim nú þegar framleiðsla er ekki komin í gang sagði Ólafur að hann gæfi kálfum, lömbum og vinum hana. "En frekar myndi ég reyna að drekka hana alla heldur en að setja hana inn í þetta ríkiskerfi," bætti hann við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×