Landssamband eldri borgara vill að ríkisstjórnin geri nú þegar ráðstafanir til þess að bæta kjör eldri borgara og krefst þess að grunnlífeyrir verði alltaf undanþeginn sköttum. Þá er farið fram á að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutryggingarauki og eingreiðslur verði felldar saman í einn greiðsluflokk sem verði á þessu ári hjá einstaklingum 90 þúsund krónur á mánuði og hjá hjónum og sambúðafólki um 70 þúsund krónur á mann. Þá er farið fram á að áhrif skatta og tekjutengingar á laun og lífeyrissjóðstekjur, undir 160 þúsundum króna á mánuði, verði ekki hærri en 50% af þeim tekjum og að fjármagnstekjur séu ekki tekjutengdar bótagreiðslum. Þetta kom fram á landsfundi samtakanna.