Sport

CSKA var í vandræðum í Baku

FH-ingar leika í dag fyrri leik sinn í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en topplið Landsbankadeildarinnar eyddi helginni í langferð til Baku í Aserbaídsjan þar sem liðið mætir Neftci klukkan 19.00 að staðartíma, tvö að íslenskum tíma. FH-ingar voru ekki í vandræðum með velska liðið Haverfordwest í 1. umferðinni í fyrra og unnu þá 4-1 samanlagt eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Cardiff 1-0. FH-ingar hafa unnið alla 12 leiki tímabilsins til þessa með markatölunni 36-6 og ættu að öllum líkindum að tryggja sér sæti í næstu umferð gegn belgíska liðinu Anderlecht. Neftçi Baku liðið hefur ekki spilað síðan 10. júní, þegar liðið tryggði sér meistaratitilinn með sigri á Xazar Lankaran í aukaleik um titilinn en liðin voru jöfn að stigum eftir 34 leiki. Þetta var annar meistaratitill Neftçi í röð en félagið hefur alls orðið fimm sinnum meistari í Aserbaídsjan. Liðið komst áfram í 2. umferð í forkeppninni í fyrra, sló út Siroki Brijeg frá Bosníu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en féll síðan naumlega út fyrir verðandi Evrópumeisturum félagsliða í CSKA Moskvu. Neftçi fékk ekki mark á sig á heimavelli í forkeppninni í fyrra, vann Siroki Brijeg 1-0 og gerði markalaust jafntefli við CSKA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×