Fær hljóðlátustu farþegavél heims 12. apríl 2005 00:01 Hin nýja Boeing 787 Dreamliner-þota, sem Icelandair hefur valið sem sína framtíðarvél, verður hljóðlátasta farþegaþota heims og mun auk þess geta notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks og lendinga. Icelandair tilkynnti nýlega um kaup á tveimur Dreamliner-þotum. Þessi tegund þykir marka upphaf nýrrar kynslóðar flugvéla en ólíkt öðrum farþegaþotum er hún ekki gerð úr málmi heldur plasti. Gert er ráð fyrir að hún fljúgi fyrst eftir tvö ár en Icelandair fær sínar vélar afhentar eftir fimm ár. Hjá Boeing hefur vélin fengið tölustafina 787 en hún verður sérlega umhverfisvæn, bæði sparneytin og hljóðlát. Á korti yfir það svæði sem verður fyrir 85 desibela hávaða í flugtaki sést að hávaðasvið Boeing 787 verður afar takamarkað miðað við hávaðasvið þeirra véla sem nú eru hljóðlátastar. Hilmar Baldursson, yfirflugstjóri Flugleiða, segir að vegna nýrrar tækni minnki hávaðasviðið verulega. Hávaði sem heyrist núna í töluverðri fjarlægð frá flugvöllum muni aðeins verða yfir flugbrautinni þegar nýja vélin fari í loftið. Þetta verði því hálfgert hvísl. Boeing 787 Dreamliner verður örlítið stærri en forveri hennar, Boeing 757. En mun hún einnig geta notað Reykjavíkurflugvöll? Hilmar segir að samkvæmt fyrstu upplýsingum um afkastagetu vélarinnar á flugbrautum myndi hún geta notað völlinn en áætlað sé að flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum verði varaflugvellir hér á landi. Þótt Dreamliner-inn færi þannig létt með að nota Reykjavíkurflugvöll þannig að nánast enginn myndi heyra í henni eru þó engin áform um að færa millilandaflugið þangað. Hilmar segir að engum hafi dottið það í hug. Hann gegni þó og muni áfram gegna mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur. Heildarverðmæti Dreamliner-flugvélanna tveggja sem Icelandair hefur fest kaup á nemur um fimmtán milljörðum króna, en félagið á auk þess kauprétt að fimm slíkum vélum til viðbótar. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Hin nýja Boeing 787 Dreamliner-þota, sem Icelandair hefur valið sem sína framtíðarvél, verður hljóðlátasta farþegaþota heims og mun auk þess geta notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks og lendinga. Icelandair tilkynnti nýlega um kaup á tveimur Dreamliner-þotum. Þessi tegund þykir marka upphaf nýrrar kynslóðar flugvéla en ólíkt öðrum farþegaþotum er hún ekki gerð úr málmi heldur plasti. Gert er ráð fyrir að hún fljúgi fyrst eftir tvö ár en Icelandair fær sínar vélar afhentar eftir fimm ár. Hjá Boeing hefur vélin fengið tölustafina 787 en hún verður sérlega umhverfisvæn, bæði sparneytin og hljóðlát. Á korti yfir það svæði sem verður fyrir 85 desibela hávaða í flugtaki sést að hávaðasvið Boeing 787 verður afar takamarkað miðað við hávaðasvið þeirra véla sem nú eru hljóðlátastar. Hilmar Baldursson, yfirflugstjóri Flugleiða, segir að vegna nýrrar tækni minnki hávaðasviðið verulega. Hávaði sem heyrist núna í töluverðri fjarlægð frá flugvöllum muni aðeins verða yfir flugbrautinni þegar nýja vélin fari í loftið. Þetta verði því hálfgert hvísl. Boeing 787 Dreamliner verður örlítið stærri en forveri hennar, Boeing 757. En mun hún einnig geta notað Reykjavíkurflugvöll? Hilmar segir að samkvæmt fyrstu upplýsingum um afkastagetu vélarinnar á flugbrautum myndi hún geta notað völlinn en áætlað sé að flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum verði varaflugvellir hér á landi. Þótt Dreamliner-inn færi þannig létt með að nota Reykjavíkurflugvöll þannig að nánast enginn myndi heyra í henni eru þó engin áform um að færa millilandaflugið þangað. Hilmar segir að engum hafi dottið það í hug. Hann gegni þó og muni áfram gegna mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur. Heildarverðmæti Dreamliner-flugvélanna tveggja sem Icelandair hefur fest kaup á nemur um fimmtán milljörðum króna, en félagið á auk þess kauprétt að fimm slíkum vélum til viðbótar.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira