Fær hljóðlátustu farþegavél heims 12. apríl 2005 00:01 Hin nýja Boeing 787 Dreamliner-þota, sem Icelandair hefur valið sem sína framtíðarvél, verður hljóðlátasta farþegaþota heims og mun auk þess geta notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks og lendinga. Icelandair tilkynnti nýlega um kaup á tveimur Dreamliner-þotum. Þessi tegund þykir marka upphaf nýrrar kynslóðar flugvéla en ólíkt öðrum farþegaþotum er hún ekki gerð úr málmi heldur plasti. Gert er ráð fyrir að hún fljúgi fyrst eftir tvö ár en Icelandair fær sínar vélar afhentar eftir fimm ár. Hjá Boeing hefur vélin fengið tölustafina 787 en hún verður sérlega umhverfisvæn, bæði sparneytin og hljóðlát. Á korti yfir það svæði sem verður fyrir 85 desibela hávaða í flugtaki sést að hávaðasvið Boeing 787 verður afar takamarkað miðað við hávaðasvið þeirra véla sem nú eru hljóðlátastar. Hilmar Baldursson, yfirflugstjóri Flugleiða, segir að vegna nýrrar tækni minnki hávaðasviðið verulega. Hávaði sem heyrist núna í töluverðri fjarlægð frá flugvöllum muni aðeins verða yfir flugbrautinni þegar nýja vélin fari í loftið. Þetta verði því hálfgert hvísl. Boeing 787 Dreamliner verður örlítið stærri en forveri hennar, Boeing 757. En mun hún einnig geta notað Reykjavíkurflugvöll? Hilmar segir að samkvæmt fyrstu upplýsingum um afkastagetu vélarinnar á flugbrautum myndi hún geta notað völlinn en áætlað sé að flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum verði varaflugvellir hér á landi. Þótt Dreamliner-inn færi þannig létt með að nota Reykjavíkurflugvöll þannig að nánast enginn myndi heyra í henni eru þó engin áform um að færa millilandaflugið þangað. Hilmar segir að engum hafi dottið það í hug. Hann gegni þó og muni áfram gegna mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur. Heildarverðmæti Dreamliner-flugvélanna tveggja sem Icelandair hefur fest kaup á nemur um fimmtán milljörðum króna, en félagið á auk þess kauprétt að fimm slíkum vélum til viðbótar. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hin nýja Boeing 787 Dreamliner-þota, sem Icelandair hefur valið sem sína framtíðarvél, verður hljóðlátasta farþegaþota heims og mun auk þess geta notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks og lendinga. Icelandair tilkynnti nýlega um kaup á tveimur Dreamliner-þotum. Þessi tegund þykir marka upphaf nýrrar kynslóðar flugvéla en ólíkt öðrum farþegaþotum er hún ekki gerð úr málmi heldur plasti. Gert er ráð fyrir að hún fljúgi fyrst eftir tvö ár en Icelandair fær sínar vélar afhentar eftir fimm ár. Hjá Boeing hefur vélin fengið tölustafina 787 en hún verður sérlega umhverfisvæn, bæði sparneytin og hljóðlát. Á korti yfir það svæði sem verður fyrir 85 desibela hávaða í flugtaki sést að hávaðasvið Boeing 787 verður afar takamarkað miðað við hávaðasvið þeirra véla sem nú eru hljóðlátastar. Hilmar Baldursson, yfirflugstjóri Flugleiða, segir að vegna nýrrar tækni minnki hávaðasviðið verulega. Hávaði sem heyrist núna í töluverðri fjarlægð frá flugvöllum muni aðeins verða yfir flugbrautinni þegar nýja vélin fari í loftið. Þetta verði því hálfgert hvísl. Boeing 787 Dreamliner verður örlítið stærri en forveri hennar, Boeing 757. En mun hún einnig geta notað Reykjavíkurflugvöll? Hilmar segir að samkvæmt fyrstu upplýsingum um afkastagetu vélarinnar á flugbrautum myndi hún geta notað völlinn en áætlað sé að flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum verði varaflugvellir hér á landi. Þótt Dreamliner-inn færi þannig létt með að nota Reykjavíkurflugvöll þannig að nánast enginn myndi heyra í henni eru þó engin áform um að færa millilandaflugið þangað. Hilmar segir að engum hafi dottið það í hug. Hann gegni þó og muni áfram gegna mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur. Heildarverðmæti Dreamliner-flugvélanna tveggja sem Icelandair hefur fest kaup á nemur um fimmtán milljörðum króna, en félagið á auk þess kauprétt að fimm slíkum vélum til viðbótar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira