Fær hljóðlátustu farþegavél heims 12. apríl 2005 00:01 Hin nýja Boeing 787 Dreamliner-þota, sem Icelandair hefur valið sem sína framtíðarvél, verður hljóðlátasta farþegaþota heims og mun auk þess geta notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks og lendinga. Icelandair tilkynnti nýlega um kaup á tveimur Dreamliner-þotum. Þessi tegund þykir marka upphaf nýrrar kynslóðar flugvéla en ólíkt öðrum farþegaþotum er hún ekki gerð úr málmi heldur plasti. Gert er ráð fyrir að hún fljúgi fyrst eftir tvö ár en Icelandair fær sínar vélar afhentar eftir fimm ár. Hjá Boeing hefur vélin fengið tölustafina 787 en hún verður sérlega umhverfisvæn, bæði sparneytin og hljóðlát. Á korti yfir það svæði sem verður fyrir 85 desibela hávaða í flugtaki sést að hávaðasvið Boeing 787 verður afar takamarkað miðað við hávaðasvið þeirra véla sem nú eru hljóðlátastar. Hilmar Baldursson, yfirflugstjóri Flugleiða, segir að vegna nýrrar tækni minnki hávaðasviðið verulega. Hávaði sem heyrist núna í töluverðri fjarlægð frá flugvöllum muni aðeins verða yfir flugbrautinni þegar nýja vélin fari í loftið. Þetta verði því hálfgert hvísl. Boeing 787 Dreamliner verður örlítið stærri en forveri hennar, Boeing 757. En mun hún einnig geta notað Reykjavíkurflugvöll? Hilmar segir að samkvæmt fyrstu upplýsingum um afkastagetu vélarinnar á flugbrautum myndi hún geta notað völlinn en áætlað sé að flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum verði varaflugvellir hér á landi. Þótt Dreamliner-inn færi þannig létt með að nota Reykjavíkurflugvöll þannig að nánast enginn myndi heyra í henni eru þó engin áform um að færa millilandaflugið þangað. Hilmar segir að engum hafi dottið það í hug. Hann gegni þó og muni áfram gegna mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur. Heildarverðmæti Dreamliner-flugvélanna tveggja sem Icelandair hefur fest kaup á nemur um fimmtán milljörðum króna, en félagið á auk þess kauprétt að fimm slíkum vélum til viðbótar. Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Hin nýja Boeing 787 Dreamliner-þota, sem Icelandair hefur valið sem sína framtíðarvél, verður hljóðlátasta farþegaþota heims og mun auk þess geta notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks og lendinga. Icelandair tilkynnti nýlega um kaup á tveimur Dreamliner-þotum. Þessi tegund þykir marka upphaf nýrrar kynslóðar flugvéla en ólíkt öðrum farþegaþotum er hún ekki gerð úr málmi heldur plasti. Gert er ráð fyrir að hún fljúgi fyrst eftir tvö ár en Icelandair fær sínar vélar afhentar eftir fimm ár. Hjá Boeing hefur vélin fengið tölustafina 787 en hún verður sérlega umhverfisvæn, bæði sparneytin og hljóðlát. Á korti yfir það svæði sem verður fyrir 85 desibela hávaða í flugtaki sést að hávaðasvið Boeing 787 verður afar takamarkað miðað við hávaðasvið þeirra véla sem nú eru hljóðlátastar. Hilmar Baldursson, yfirflugstjóri Flugleiða, segir að vegna nýrrar tækni minnki hávaðasviðið verulega. Hávaði sem heyrist núna í töluverðri fjarlægð frá flugvöllum muni aðeins verða yfir flugbrautinni þegar nýja vélin fari í loftið. Þetta verði því hálfgert hvísl. Boeing 787 Dreamliner verður örlítið stærri en forveri hennar, Boeing 757. En mun hún einnig geta notað Reykjavíkurflugvöll? Hilmar segir að samkvæmt fyrstu upplýsingum um afkastagetu vélarinnar á flugbrautum myndi hún geta notað völlinn en áætlað sé að flugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum verði varaflugvellir hér á landi. Þótt Dreamliner-inn færi þannig létt með að nota Reykjavíkurflugvöll þannig að nánast enginn myndi heyra í henni eru þó engin áform um að færa millilandaflugið þangað. Hilmar segir að engum hafi dottið það í hug. Hann gegni þó og muni áfram gegna mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur. Heildarverðmæti Dreamliner-flugvélanna tveggja sem Icelandair hefur fest kaup á nemur um fimmtán milljörðum króna, en félagið á auk þess kauprétt að fimm slíkum vélum til viðbótar.
Fréttir Innlent Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira