Sagði þingmenn bera inn gróusögur 12. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. Helgi Hjörvar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til að greina frá því að forseti Alþingis hefði meinað sér að leggja fram fyrirspurn um það hvort forsætiráðherra hygðist gera Alþingi grein fyrir hagsmunatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum sínum og Framsóknarflokksins við væntanlega bjóðendur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum. Helgi sagði að þegar forseti Alþingis hefði neitað honum um birta þessa spurningu hefði hann boðist til að umorða hana svo að sett yrði „ef hagsmunatengsl væru“ eða „sé þeim til að dreifa“ eða tryggja að spurningin væri ekki leiðandi. Forseti hafi aftur neitað og sagt að ekki væri um opinbert málefni að ræða heldur dylgjur. Forseti þingsins, Halldór Blöndal, sagði að samkvæmt þingsköpum hefði þingmanninum borið að bera það undir þingfundinn umræðulaust hvort fyrirspurnin skyldi leyfð. Hann gaf síðan forsætisráðherra orðið. Hann sagði að það væri orðin föst regla þegar upp kæmu óvægin innanflokksátök í Samfylkingunni reyndu flokksmenn þar að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum. Hann sagði Framsóknarflokkinn engin hagsmunatengsl hafa við fyrirtæki og að inn á Alþingi væri borin inn enn ein gróusagan frá Samfylkingunni. Hann tæki ekki þátt í því. Það gengi m.a. sú gróusaga í þjóðfélaginu að það væru sterk hagsmunatengsl á milli Samfylkingarinnar og Baugs. Hann tryði því ekki enda hefði engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi. Hann bað þingmenn Samfylkingarinnar að beina áhuga sínum að innanflokksátökunum en láta það vera að fylla Alþingi af gróusögum. Helgi Hjörvar hvatti forsætisráðherra til að hreinsa andrúmsloftið. Hann fór fram á það að meint tengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann yrðu að fullu gerð opinber og öllum aðgengileg í einkavæðingarferlinu þannig að almenningur á Íslandi gæti treyst því að þar réðu annarleg sjónarmið ekki ríkjum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Forsætisráðherra sakaði þingmenn Samfylkingarinnar um að bera gróusögur inn á Alþingi í snarpri þingumræðu sem hófst eftir að forseti þingsins neitaði Helga Hjörvar um að bera upp fyrirspurn um meint hagsmunatengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann. Helgi Hjörvar kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag til að greina frá því að forseti Alþingis hefði meinað sér að leggja fram fyrirspurn um það hvort forsætiráðherra hygðist gera Alþingi grein fyrir hagsmunatengslum sínum, fjárhagslegum samskiptum sínum og Framsóknarflokksins við væntanlega bjóðendur í hlutabréf ríkissjóðs í Landssímanum. Helgi sagði að þegar forseti Alþingis hefði neitað honum um birta þessa spurningu hefði hann boðist til að umorða hana svo að sett yrði „ef hagsmunatengsl væru“ eða „sé þeim til að dreifa“ eða tryggja að spurningin væri ekki leiðandi. Forseti hafi aftur neitað og sagt að ekki væri um opinbert málefni að ræða heldur dylgjur. Forseti þingsins, Halldór Blöndal, sagði að samkvæmt þingsköpum hefði þingmanninum borið að bera það undir þingfundinn umræðulaust hvort fyrirspurnin skyldi leyfð. Hann gaf síðan forsætisráðherra orðið. Hann sagði að það væri orðin föst regla þegar upp kæmu óvægin innanflokksátök í Samfylkingunni reyndu flokksmenn þar að beina athygli fjölmiðla að öðrum málum. Hann sagði Framsóknarflokkinn engin hagsmunatengsl hafa við fyrirtæki og að inn á Alþingi væri borin inn enn ein gróusagan frá Samfylkingunni. Hann tæki ekki þátt í því. Það gengi m.a. sú gróusaga í þjóðfélaginu að það væru sterk hagsmunatengsl á milli Samfylkingarinnar og Baugs. Hann tryði því ekki enda hefði engum þingmanni Framsóknarflokksins dottið í hug að taka það upp á Alþingi. Hann bað þingmenn Samfylkingarinnar að beina áhuga sínum að innanflokksátökunum en láta það vera að fylla Alþingi af gróusögum. Helgi Hjörvar hvatti forsætisráðherra til að hreinsa andrúmsloftið. Hann fór fram á það að meint tengsl forsætisráðherra við væntanlega bjóðendur í Landssímann yrðu að fullu gerð opinber og öllum aðgengileg í einkavæðingarferlinu þannig að almenningur á Íslandi gæti treyst því að þar réðu annarleg sjónarmið ekki ríkjum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira