Sport

Þurfum að kaupa stór nöfn

Arsenal þarf að kaupa stór nöfn til að geta haldið sér í toppslagnum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta fullyrti Ashley Cole, varnarmaður liðsins, á dögunum. "Liðið þarf að vera duglegt að fjárfesta í í leikmönnum til að koma í veg fyrir að hellast úr lestinni," sagði Cole. "Það er erfitt að fylgjast með Chelsea og jafnvel Manchester United sem er duglegt við að veifa peningunum sínum í allar áttir. Það væri gaman ef félagið mitt gæti gert slíkt hið sama." Cole sagði að liðinu skorti reynslumikla menn. "Við erum með frábært, ungt lið en í stórum leikjum vantar okkur meiri reynslu."   Það stefnir allt í að Chelsea nái titlinum af Arsenal í vetur og Cole viðurkenndi að tímabilið hefði valdið sér vonbrigðum. Cole gæti einnig átt yfir höfði sér refsingu vegna fundar sem hann áttivið Jose Mourinho á hóteli í Lundúnum.   Cole huggar sig við það að Arsenal muni leika til undanúrslita í FA Cup bikarkeppninni. "Við verðum að vinna Blackburn en það væri frábært að leika gegn United í úrslitunum og vinna. Við skuldum United-mönnum einn sigur eftir að hafa tapað tvisvar fyrir þeim í vetur." Viðureign Blackburn og Arsenal í undanúrslitum FA Cup er á laugardaginn. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×