Innlent

Telur sáttinni ógnað

Alþýðusamband Íslands telur sátt milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins ógnað með alvarlegum hætti vegna deilna í tengslum við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo. Þetta kemur fram í greinargerð sem ASÍ hefur birt vegna málefna Impregilo, en sambandið afhenti félagsmálaráðherra greinargerðina á fundi á mánudag. ASÍ telur að umsóknir fyrirtækisins um mikinn fjölda atvinnuleyfa fyrir verkafólk frá Kína og fleiri ríkjum Asíu séu með þeim hætti að þau varði íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn í heild og þær reglur og venjur sem hér hafi mótast í samskiptum og samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda á undangengnum árum og áratugum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×