Innlent

Tvísköttunarsamningurinn í gildi

Garðar Valdimarsson, lögmaður Impregilo og fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir að tvísköttunarsamningur við Portúgali hafi tekið gildi þann 11. apríl 2002 og komið til framkvæmda 1. janúar 2003, ekki á þessu ári eins og ríkisskattstjóri hafi sagt í Fréttablaðinu í gær. Þetta hafi verið staðfest af fjármálaráðuneytinu. Það sé því ný málsástæða hjá ríkisskattstjóra sem hafi ekki heyrst áður að samningurinn hafi ekki tekið gildi á þessu ári. Hvað varðar áfrýjun Impregilo til Yfirskattanefndar vegna álagningar skatta fyrir árið 2003 segir Garðar það vera túlkun lögmanna Impregilo að portúgalskir leigustarfsmenn sem starfi hér 183 daga eða skemur á ári eigi samkvæmt tvísköttunarsamningnum ekki að greiða skatta hér heldur í Portúgal. Von er á niðurstöðu Yfirskattanefndar síðar í þessum mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×