Erlent

Fjárlagadeila enn í hnút

Ósammála Blair. Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende kveður Blair fyrir utan Downing-stræti 10 í gærkvöldi.
Ósammála Blair. Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende kveður Blair fyrir utan Downing-stræti 10 í gærkvöldi.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú gegnir formennskunni í Evrópusambandinu, ráðfærði sig við leiðtoga hinna ESB-ríkjanna í gær um þau mál sem til stendur að útkljá á leiðtogafundi í næstu viku.

Mjög er þrýst á Blair að endurskoða tillögu Breta að fjárhagsáætlun sambandsins fyrir tímabilið 2007-2013, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir miklum niðurskurði í útgjöldum sambandsins, þar með talið í styrki til fátækustu ríkjanna innan þess. Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði á fimmtudag að tillagan væri algerlega óviðunandi. Viðlíka óánægju gætti meðal margra annarra ESB-leiðtoga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×