Erlent

Freivalds gæti stigið úr stóli

Leila Freivalds á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í októberlok.
Leila Freivalds á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í októberlok.

Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er sögð íhuga alvarlega að segja af sér embætti. Hún þótti standa sig illa eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi í fyrra og var harðlega gagnrýnd í úttekt sænsku ríkisstjórnarinnar.

Freivalds gagnrýndi nýlega ferðaskrifstofur fyrir að hafa losað sig undan ábyrgð á ferðamönnunum. Á fréttavef DN kom fram að ferðaskrifstofurnar hefðu sagt upp samningum við þá að ráðum utanríkisráðuneytisins. Ef það hafði ekki gerst hefðu ferðamennirnir ekki verið fastir á flóðasvæðunum og komist heim fyrir brottfarardag samkvæmt flugmiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×