Innlent

Skera úr um hæfi dómsmálaráðherra á morgun

Pétur Guðgeirsson héraðsdómari og tveir meðdómendur hans munu kveða upp úr um hæfi Björn Bjarnasonar dómsmálaráðherra við skipun sérstaks saksóknara í Baugsmálinu svokallaða fyrir hádegi á morgun. Verjendur sakborninga fóru fram á það við þinghald í málinu nýverið að dómarar skæru úr um hæfi Björns. Töldu þeir að ummæli ráðherrans í garð fyrirtækisins gerðu hann vanhæfan til að koma að skipun Sigurðar T Magnússonar sem sérstaks ríkissaksóknara. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig sem kunnugt er frá málinu vegna fjölskyldutengsla sinna við starfsmenn endurskoðunarfyrirtækis Baugs, en tveir starfsmenn þess voru meðal sakborninga í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×