Innlent

Tekið verður harðar á þeim starfsmannaleigum sem brjóta af sér

Fyrirtæki sem nýta sér starfsmannaleigur þurfa ekki að svara til ábyrgðar reynist brotið á starfsmönnum. Þetta er niðurstaða starfshóps um lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga. ASÍ hefur skorað á ráðherra að sú ábyrgð verði engu að síður í væntanlegum lögum.

Þriggja manna starfshópur félagsmálaráðherra sem kanna átti lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga hefur skilað niðurstöðu. Í hópnum sátu auk fulltrúa ráðherra, fulltrúar Alþýðusambandsins og Samtaka Atvinnulífs. Að sögn Magnúsar Norðdahl lögfræðings ASÍ munu tillögurnar breyta umhverfi slíkrar starfsemi umtalsvert. Stræsta bótin að mati Magnúsar er þó sú að gert er ráð fyrir því að Vinnumálastofnun geti tekið harðar á þeim starfsmannaleigum sem brjóta af sér og þannig stöðvað starfsemi þeirra. Ennfremur verðu enn skýrara en fyrra í lögum að fyritækjunum beri að fara eftir íslenskum lögum og kjarasamningum.

Eitt af atriðunum sem ASÍ hafði sett á oddinn er ákvæði um að fyrirtæki sem nýti sér þjónustu starfsmannaleiga beri ábyrgð á því að farið sé að lögum varðandi starfsmennina. Um þetta náðist ekki samstaða í starfshópnum þar sem fulltrúar SA og ráðherra féllust ekki á að slíkt yrði gert. Magnús segir ASÍ þó ekki ætla að gefa eftir kröfur sínar um að notendafyrirtækjaábyrgð verði í væntanlegum lögum og því hafi ASÍ þegar sent ráðherra tillögu um slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×