Innlent

Sótt á nýja markaði

Kaupsamningur undirritaður. 
Markús Jóhannsson, umboðsmaður Roland á Íslandi, og G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls.
Kaupsamningur undirritaður. Markús Jóhannsson, umboðsmaður Roland á Íslandi, og G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls.

Ásprent Stíll ehf. á Akureyri hefur gengið frá kaupum á nýrri prentvél sem er mun fullkomnari og hraðvirkari en eldri vélar prentsmiðjunnar. G. Ómar Pétursson, framkvæmdastjóri Ásprents Stíls, segir að nýja vélin stórauki samkeppnishæfni prentsmiðjunnar á landsvísu en kostnaður við kaup og uppsetningu vélarinnar er áætlaður um 80 milljónir króna.

"Með tilkomu vélarinnar getur prentsmiðjan tekið að sér stærri verkefni en áður og jafnfram opnast okkur nýir markaðir á sviði umbúða- og tímaritaprentunar þar sem krafist er hámarksgæða og mikils afgreiðsluhraða," segir Ómar.

Nýja prentvélin, sem er af gerðinni Roland 305L, getur prentað fimm liti og lakk í einni prentumferð, en hún leysir af hólmi tvær eldri vélar prentsmiðjunnar. Áformað er að taka vélina í notkun um miðjan janúar en fyrst þarf að ráðast í breytingar á húsnæði prentsmiðjunnar þar sem vélin er það mikil að umfangi að hún kemst ekki inn í prentsal fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×