Fallbaráttuslagur Reykjavíkurliða 16. júlí 2005 00:01 Það er af sem áður var. Í kvöld, eigast Reykjavíkurliðin Fram og KR við á Laugardalsvellinum í sannkölluðum botnbaráttuslag í Landsbankadeild karla. Bæði lið geta munað sinn fífil fegurri en þau eru í neðri helmingi töflunnar nú þegar tíu umferðum er lokið og ef fram heldur sem horfir munu þau verða í baráttu við falldrauginn fram í síðustu umferð. Bæði lið hyggjast nota leikinn á morgun til að komast á beinu brautina en í þessari viðureign er heiðurinn einnig að veði. Ríkharður Daðason er núverandi fyrirliði Fram og segir að liðið þurfi að fá þrjú stig út úr leiknum. "Ef það tekst þá komumst við uppfyrir KR og það dregur þá í fallslaginn af alvöru." sagði Ríkharður en hans lið er enn eitt árið í fallsæti um þetta leyti. "Við skulum vona að það sé einhver leið út úr þessu, annars getum við bara pakkað saman og hætt þessu. Enn sem komið er höfum við ekki fundið lausnina en hún er þarna einhverstaðar. Annaðhvort er liðið bara einfaldlega ekki nógu gott til að vera ofar eða að það hefur ekki tekist að ná því út úr mannskapnum sem í honum býr." sagði Ríkharður sem reiknar með að það sé hið síðarnefnda. Ágúst snýr aftur úr meiðslum Í leiknum á morgun kemur Ágúst Gylfason aftur inn í leikmannahóp KR en hann hefur átt við meiðsli að stríða. "Við höfum ekki sýnt okkar rétta andlit. Þetta eru erfiðir tímar en við gefumst ekkert upp. Það hefur verið erfitt fyrir mig að horfa upp á alla þessa tapleiki upp á síðkastið og ekkert geta gert en vonandi getur mín reynsla gert eitthvað gagn á sunnudag." sagði Ágúst sem hefur leikið í miðri vörn KR-liðsins. "Ég er mjög sáttur á meðan ég er þarna á miðjum vellinum, hef ekki hliðarlínuna þarna hjá mér og það hentar mér best. Ég held að hæfileikar mínir njóti sín vel í þessari stöðu og ég tel mig vera leikmann sem getur gert aðra leikmenn í kringum mig betri." sagði Ágúst. Hundfúlir eftir fyrri leikinn Ríkharður segir að Framliðið þurfi að finna stemninguna aftur sem var í liðinu í byrjun móts. "Við spiluðum vel í fyrstu þremur umferðunum en eftir það minnkaði vinnsla okkar við að verjast. Leikurinn gegn Val sló okkur alveg út af laginu. Það hefur gengið erfiðlega hjá KR að finna rétta kerfið og það er vonandi að við náum að nýta okkur það. Við vorum hundfúlir með að fá ekkert út úr fyrri leiknum gegn þeim." sagði Ríkharður. Ágúst segir að sér finnist alltaf gaman að spila í Laugardalnum. "Framarar litu vel út í byrjun sumars en það er sama vandamál og vanalega hjá þeim. Áhangendur liðanna tveggja sætta sig náttúrulega ekki við núverandi stöðu, þeir vilja sjá árangur. En það er staðreynd að þessi leikur er botnbaráttuslagur og við verðum bara að sætta okkur við það." Úr Safamýri í Vesturbæ Sumarið 1995 féll Fram úr efstu deild og tvö næstu tímabil lék Ríkharður með KR. Það má segja að þessi tímabil hafi verið eins og svart og hvítt. "Fyrra árið var virkilega skemmtilegt, ég spilaði í frábæru liði með mjög góðan þjálfara, Lúkas Kostic. Við töpuðum Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð en þrátt fyrir það var gaman. Næsta ár á eftir var ég hinsvegar ekki sáttur, mikið hrært upp í liðinu og þjálfarinn látinn fara." sagði Ríkharður. Ágúst skipti yfir í KR frá Fram fyrir síðasta sumar en hann hóf feril sinn hjá Fram og lék með liðinu fimm tímabil áður en hann hélt í Vesturbæ. "Þetta var frábær tími, ég byrjaði feril minn þarna og var alltaf tekið sem mikilli hetju. Það er kannski það sem maður saknar mest frá Fram, maður var vel liðinn þarna hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Ég var orðinn fyrirliði og það var erfitt að rífa sig frá þessu en ég taldi að ég væri kominn á það stig ferilsins að það væri best fyrir mig að breyta til." sagði Ágúst sem heldur á fornar slóðir á morgun. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira
Það er af sem áður var. Í kvöld, eigast Reykjavíkurliðin Fram og KR við á Laugardalsvellinum í sannkölluðum botnbaráttuslag í Landsbankadeild karla. Bæði lið geta munað sinn fífil fegurri en þau eru í neðri helmingi töflunnar nú þegar tíu umferðum er lokið og ef fram heldur sem horfir munu þau verða í baráttu við falldrauginn fram í síðustu umferð. Bæði lið hyggjast nota leikinn á morgun til að komast á beinu brautina en í þessari viðureign er heiðurinn einnig að veði. Ríkharður Daðason er núverandi fyrirliði Fram og segir að liðið þurfi að fá þrjú stig út úr leiknum. "Ef það tekst þá komumst við uppfyrir KR og það dregur þá í fallslaginn af alvöru." sagði Ríkharður en hans lið er enn eitt árið í fallsæti um þetta leyti. "Við skulum vona að það sé einhver leið út úr þessu, annars getum við bara pakkað saman og hætt þessu. Enn sem komið er höfum við ekki fundið lausnina en hún er þarna einhverstaðar. Annaðhvort er liðið bara einfaldlega ekki nógu gott til að vera ofar eða að það hefur ekki tekist að ná því út úr mannskapnum sem í honum býr." sagði Ríkharður sem reiknar með að það sé hið síðarnefnda. Ágúst snýr aftur úr meiðslum Í leiknum á morgun kemur Ágúst Gylfason aftur inn í leikmannahóp KR en hann hefur átt við meiðsli að stríða. "Við höfum ekki sýnt okkar rétta andlit. Þetta eru erfiðir tímar en við gefumst ekkert upp. Það hefur verið erfitt fyrir mig að horfa upp á alla þessa tapleiki upp á síðkastið og ekkert geta gert en vonandi getur mín reynsla gert eitthvað gagn á sunnudag." sagði Ágúst sem hefur leikið í miðri vörn KR-liðsins. "Ég er mjög sáttur á meðan ég er þarna á miðjum vellinum, hef ekki hliðarlínuna þarna hjá mér og það hentar mér best. Ég held að hæfileikar mínir njóti sín vel í þessari stöðu og ég tel mig vera leikmann sem getur gert aðra leikmenn í kringum mig betri." sagði Ágúst. Hundfúlir eftir fyrri leikinn Ríkharður segir að Framliðið þurfi að finna stemninguna aftur sem var í liðinu í byrjun móts. "Við spiluðum vel í fyrstu þremur umferðunum en eftir það minnkaði vinnsla okkar við að verjast. Leikurinn gegn Val sló okkur alveg út af laginu. Það hefur gengið erfiðlega hjá KR að finna rétta kerfið og það er vonandi að við náum að nýta okkur það. Við vorum hundfúlir með að fá ekkert út úr fyrri leiknum gegn þeim." sagði Ríkharður. Ágúst segir að sér finnist alltaf gaman að spila í Laugardalnum. "Framarar litu vel út í byrjun sumars en það er sama vandamál og vanalega hjá þeim. Áhangendur liðanna tveggja sætta sig náttúrulega ekki við núverandi stöðu, þeir vilja sjá árangur. En það er staðreynd að þessi leikur er botnbaráttuslagur og við verðum bara að sætta okkur við það." Úr Safamýri í Vesturbæ Sumarið 1995 féll Fram úr efstu deild og tvö næstu tímabil lék Ríkharður með KR. Það má segja að þessi tímabil hafi verið eins og svart og hvítt. "Fyrra árið var virkilega skemmtilegt, ég spilaði í frábæru liði með mjög góðan þjálfara, Lúkas Kostic. Við töpuðum Íslandsmeistaratitlinum í síðustu umferð en þrátt fyrir það var gaman. Næsta ár á eftir var ég hinsvegar ekki sáttur, mikið hrært upp í liðinu og þjálfarinn látinn fara." sagði Ríkharður. Ágúst skipti yfir í KR frá Fram fyrir síðasta sumar en hann hóf feril sinn hjá Fram og lék með liðinu fimm tímabil áður en hann hélt í Vesturbæ. "Þetta var frábær tími, ég byrjaði feril minn þarna og var alltaf tekið sem mikilli hetju. Það er kannski það sem maður saknar mest frá Fram, maður var vel liðinn þarna hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Ég var orðinn fyrirliði og það var erfitt að rífa sig frá þessu en ég taldi að ég væri kominn á það stig ferilsins að það væri best fyrir mig að breyta til." sagði Ágúst sem heldur á fornar slóðir á morgun.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira