Innlent

Nýtt hús vígt í haust

Hornsteinn var lagður að nýrri byggingu Íþróttaakademíu Reykjanesbæjar við hátíðlega athöfn í gær. Fyrsta skóflustungan var tekin í haust og hafa framkvæmdir gengið vel. Húsinu er ætlað að hýsa kennslu í íþróttafræðum á háskólastigi í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, námskeiðahald í samstarfi við íþróttahreyfinguna og afreksbraut í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir ungt afreksfólk í íþróttum. Til stendur að taka nýja húsið í notkun næsta haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×