Innlent

Maðurinn var heilsuhraustur

Karlmaður á sjötugsaldri er talinn hafa fengið aðsvif undir stýri á Breiðholtsbrautinni í morgun en hann missti stjórn á bílnum og ók út af veginum. Bíllinn staðnæmdist skammt frá bökkum Elliðaár þar sem kviknaði í honum og í sinu í framhaldinu. Vegfarendur drógu ökumanninn meðvitundarlausan út úr bílnum. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og úrskurðaður látinn við komuna. Sonur mannsins segir föður sinn hafa verið heilsuhraustan, en ekki hjartveikan, eins og haft var eftir lækni á Landspítalanum í fréttum í dag. Landspítalinn staðfestir að mistök voru gerð við upplýsingagjöf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×