Innlent

Krafa Skjás Eins samþykkt

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur samþykkt kröfu Skjás Eins um að lögbann verði sett á störf Helga Steinars Hermannssonar sem ráðinn var til 365 ljósvakamiðla. Með lögbanninu má Helgi Steinar ekki starfa í þjónustu 365 eða annarra fyrirtækja í eigu sömu aðila í samkeppni við Skjá Einn, hvorki sem launþegi, ráðgjafi eða sjálfstæður verktaki til 9. apríl árið 2006. Helgi Steinar má hins vegar starfa að verkefnum fyrir félögin á erlendri grundu. Í tilkynningu frá Magnúsi Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra Skjás Eins, segir að niðurstaðan sé í fullu samræmi við væntingar Skjás Eins, enda væri það mat lögmanns sjónvarpsstöðvarinnar að gögn málsins bendi ótvírætt til þess að ráðning Helga sé skýlaust brot á ráðningasamningi hans við Skjá Einn og jafnframt brot á 27. grein samkeppnislaga. Lögbannið verður tekin fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur til staðfestingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×