Innlent

Viðurkenning afhent á morgun

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir viðurkenningu Alþjóðahúss „Vel að verki staðið" fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi við hátíðlega athöfn í Alþjóðahúsinu Hverfisgötu 18, föstudaginn 30 desember kl. 15:30.

Viðurkennningin, sem nú er veitt í þriðja skipti, þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Veitt er viðurkenning í þremur flokkum; einstaklingi af erlendum uppruna, einstaklingi af innlendum uppruna, og fyrirtæki eða stofnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×