Uppsagnir án rökstuðnings? 3. maí 2005 00:01 Hægt verður að segja starfsmönnum Ríkisútvarpsins upp án áminningar og málefnalegs rökstuðnings, ef fyrirtækið verður sameignarstofnun, eins og nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið gerir ráð fyrir. Þá missa þeir rétt til biðlauna. Þetta segir lögfræðingur BSRB. Gestur Jónsson, lögfræðingur BSRB, segir nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið í raun virðast hafa þann eina tilgang að skerða réttindi starfsmanna þess. Verið sé að breyta stofnun í sameignarstofnun þótt ríkið verði eini eigandinn. Þar séu menn í raun að sigla undir fölsku flaggi, enda beri ríkið áfram ótakmarkaða ábygð á rekstrinum. Gestur segir að það hljóti að vera markmiðið með þessu að breyta réttarstöðu starfsmanna RÚV. Það komi reyndar ekki glögglega fram í texta frumvarpsins sjálfs en þegar greinargerðin sé lesin sjái menn orð notuð um að nái eigi fram hagkvæmni og öðru slíku. Einnig að breyta eigi því að reglur sem gildi um aðra ríkisstarfsmenn gildi um starfsmenn RÚV. Gestur nefnir réttinn til áminningar og málefnalegs rökstuðnings fyrir uppsögn en þetta snertir ennfremur rétt til biðlauna. Gestur skilur frumvarpið þannig að rétturinn verði „tekinn úr sambandi“ og ef það sé réttur skilningur þá sé einfaldlega hægt að segja upp starfsmönnum án fyrirvara og án þess að þeir fái nein biðlaun. Gestur bendir á að Samtök opinberra starfsmanna hafi oftsinnis höfðað mál til að láta reyna á réttarstöðu starfsmanna þegar ríkisstofnunum hafi verið breytt eða þær lagðar niður. Það sé fullur vilji hjá forsvarsmönnum BSRB til að láta reyna á þetta mál fyrir dómstólum, verði frumvarpið að lögum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Hægt verður að segja starfsmönnum Ríkisútvarpsins upp án áminningar og málefnalegs rökstuðnings, ef fyrirtækið verður sameignarstofnun, eins og nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið gerir ráð fyrir. Þá missa þeir rétt til biðlauna. Þetta segir lögfræðingur BSRB. Gestur Jónsson, lögfræðingur BSRB, segir nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið í raun virðast hafa þann eina tilgang að skerða réttindi starfsmanna þess. Verið sé að breyta stofnun í sameignarstofnun þótt ríkið verði eini eigandinn. Þar séu menn í raun að sigla undir fölsku flaggi, enda beri ríkið áfram ótakmarkaða ábygð á rekstrinum. Gestur segir að það hljóti að vera markmiðið með þessu að breyta réttarstöðu starfsmanna RÚV. Það komi reyndar ekki glögglega fram í texta frumvarpsins sjálfs en þegar greinargerðin sé lesin sjái menn orð notuð um að nái eigi fram hagkvæmni og öðru slíku. Einnig að breyta eigi því að reglur sem gildi um aðra ríkisstarfsmenn gildi um starfsmenn RÚV. Gestur nefnir réttinn til áminningar og málefnalegs rökstuðnings fyrir uppsögn en þetta snertir ennfremur rétt til biðlauna. Gestur skilur frumvarpið þannig að rétturinn verði „tekinn úr sambandi“ og ef það sé réttur skilningur þá sé einfaldlega hægt að segja upp starfsmönnum án fyrirvara og án þess að þeir fái nein biðlaun. Gestur bendir á að Samtök opinberra starfsmanna hafi oftsinnis höfðað mál til að láta reyna á réttarstöðu starfsmanna þegar ríkisstofnunum hafi verið breytt eða þær lagðar niður. Það sé fullur vilji hjá forsvarsmönnum BSRB til að láta reyna á þetta mál fyrir dómstólum, verði frumvarpið að lögum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira