Erlent

Þeim seku verður refsað

Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að refsa þeim sem bera ábyrgð á sprengingu í efnaverksmiðju á dögunum sem varð til þess að hundrað tonn af eiturefnum láku í Songhua-ána og spilltu drykkjarvatni milljóna manna.

Eitraður flekkurinn rennur enn niður eftir ánni en það er fyrst nú, þremur vikum eftir sprenginguna, sem skipaður hefur verið hópur til að rannsaka hver beri ábyrgð á henni. Athygli vekur að aðeins á að rannsaka sprenginguna en ekki hvers vegna íbúar við Songhua-ána voru ekki varaðir við menguninni fyrr en viku eftir sprenginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×