Erlent

Mesta veðurhamfaraár sögunnar

MYND/AP

Árið 2005 er mesta veðurhamfaraár sem skráð hefur verið samkvæmt skýrslu sem lögð var fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montreal í Kanada. Í skýrslunni kemur fram að kostnaður vegna hamfara af völdum veðurs nemi 200 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði tólf þúsund og átta hundruð milljörðum króna. Þar með er metið frá í fyrra slegið, en tjónið af völdum veðurhamfara nam þá níu þúsund og tvö hundruð milljörðum króna.

Bent er á að hitabeltisstormar og fellibyljir hafi aldrei verið fleiri á einu ári, alls 26, en þeim hefur fjölgað um helming frá því á áttunda áratugnum. Þá segir í skýrslunni að sterkar vísbendingar séu um það að hnattræn hlýnun hafi leitt til þessarar fjölgunar auk þess sem sterkasti fellibylur sem mælst hafi, fellibylurinn Wilma, hafi gengið yfir Mexíkóflóa á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×