Erlent

Dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir kynferðisglæpi gegn fjölda barna

Finnskur maður á fimmtugsaldri var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir yfir 160 kynferðisglæpi gegn börnum. Dómurinn þykir sérlega þungur en maðurinn, Juoko Petri Jaatinen, framdi fleiri tugi glæpa gegn fjöldamörgum börnum á 10 ára tímabili. Kynferðisglæpirnir, sem flestir voru framdir á taílenskum vændisbörnum, þóttu sérlega grófir og niðurlægjandi í mörgum tilfellum og voru 6 fórnarlamba hans yngri en 10 ára. Samkvæmt finnskum lögum má sækja fólk til saka fyrir barnaníð þótt það hafi framið glæpinn í öðru ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×