Innlent

Jökulfell: Veðrið óvenju slæmt

Sjópróf fóru fram í Færeyjum í gær vegna sjóslyssins þegar Jökulfell sökk aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Í þeim kom fram að veðrið á þessum slóðum hefði verið mun verra en áður var talið og ölduhæð meiri. Skipverjarnir gátu við sjóprófin þó ekki gefið neinar einhlítar skýringar á því hvers vegna skipið hefði sokkið en í vitnisburði þeirra kom þó fram að skipið var farið að halla um 40 gráður undir kvöld áður en skipið sökk. Síðan snerist það skyndilega og lagðist á hliðina og þá varð ekki aftur snúið. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×