Sport

Bolton enn á sigurbraut

Bolton vann sinn fimmta leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið bar sigurorð af Crystal Palace á útivelli, 0-1. Kevin Nolan skoraði sigurmarkið á 31. mínútu eftir frábæra sókn og fyrirgjöf El Hadji Diouf. Palace átti þó síst minna í leiknum og fór illa með nokkur dauðafæri, en Jussi Jaskelainen, markvörður Bolton var í hörkuformi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×