Innlent

Sjúkraliðar bíða endurnýjun kjarasamninga

Alls bíða 180 sjúkraliðar í Sjúkraliðafélagi Íslands sem endurnýjun samnings við Launanefnd sveitafélagana. Mikil óánægja er sögð vera meðal félagsmanna enda rann kjarasamningur þeirra út 1. júní.

Forsvarsmenn Sjúkraliðafélags Íslands og Launanefndar sveitafélaganna hafa verið í viðræðum um endurnýjun kjarasamninga í dag. Ef samningar nást ekki fyrir 1. desember gæti svo farið að sjúkraliðar myndu boða til verkfalls. Kístín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segist þó bjartsýn á að samningar náist enda telji hún vilja fyrir því að endurnýja samninga áður en til hugsanlegs verkfalls komi. Hún segir vilji að beggja hálfu að endurnýja samninga í tíma.

Karl Björnsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitafélagana segir að allt verði gert til endurnýja kjarasamning við sjúkraliða. Hann segir að komin sé tími á endurnýjun enda hafi síðustu samningar runnið út 1. júní.

Sjúkraliðafélag Íslands og Hjúkrunarheimilin Eir og Skjól undirrituðu í dag kjarasamning. Samningurinn er í samræmi við kjarasamning sem gerður var við sjálfseignastofnanir innan Samtaka fyrirtækja í heilbriðgðisþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×