Innlent

Freista þess að bjarga skútunni

Hafbjörg, björgunarskip Landsbjargar frá Neskaupstað, fór á svæðið djúpt suðaustur af landinu þar sem skútan Svala var þegar áhöfninni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í fyrrinótt. Áhöfnin á Hafbjörgu ætlar að freista þess að bjarga skútunni sem er eitt af flaggskipum íslenska skútuflotans. Óljóst er hvert skútuna hefur rekið síðan í fyrrinótt og hversu hratt þannig að Hafbjörg getur þurft að leita á talsvert stóru svæði. Nær fullvíst er talið að Svala sé enn á floti. Veður og leitarskilyrði eru þokkaleg á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×