Innlent

Nefnd kanni stöðu sjávarútvegsins

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti á fundi í Stykkishólmi í morgun að hann hygðist skipa nefnd sem ætlað er að gera úttekt á stöðu sjávarútvegsins í ljósi þeirrar hækkunar sem orðið hefur á gengi íslensku krónunnar og væntinga um að gengið haldist hátt um nokkurn tíma. Nefndinni er einnig ætlað að fjalla almennt um áhrif mismunandi hagstjórnaraðgerða á stöðu sjávarútvegsins og hvort ástæða sé fyrir stjórnvöld að bregðast með einhverjum hætti við þeirri stöðu sem atvinnugreinin verður í. Formaður nefndarinnar er Friðrik Már Baldursson en Loftur Ólafsson og Davíð Ólafur Ingimarsson verða ásamt honum í henni. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðum sínum innan tveggja mánaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×