Innlent

Mikið af loðnu fyrir norðan land

MYND/365
Hægt verður að auka útgefinn loðnukvóta verulega miðað við mælingar rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem nú standa yfir fyrir norðan land. Mikið er af loðnu þar. Leitarsvæði rannsóknarskipsins og níu loðnuskipa nær út af sunnanverðum Vestfjörðum norður og austur um til móts við Norðfjarðarflóa. Út af Norðurlandi fannst loðna á 100 sjómílna löngum kafla, norður af Melrakkasléttu vestur og norður fyrir Kolbeinsey. Gert er ráð fyrir að loðnumælingu ljúki um eða upp úr miðri næstu viku. Fyrst að leiðangri loknum verður unnt að veita nánari upplýsingar um áætlað magn loðnu á miðunum og mun Hafrannsóknastofnunin þá gera tillögur til stjórnvalda um endanlegt aflamark á yfirstandandi loðnuvertíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×