Sport

Steinlágu fyrir Mexíkóum

Íslenska ungmennalandsliðið í íshokkí átt lítið að segja í sterkt lið Mexíkó í þriðja leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í höfuðborg Mexíkó. Tapaðist leikurinn með sex marka mun þegar upp var staðið 10-4 en þetta var fyrsta tap Íslendinga sem unnu góða sigra á Tyrkjum og Búlgörum í fyrstu leikjum sínum. Lið Mexíkó drottnuðu strax í fyrsta leikhluta sem endaði 5-1 og lagði grunninn að góðum sigri þeirra þrátt fyrir að íslensku strákarnir tækju sig aldeildis saman í andlitinu í öðrum leikhluta sem þó tapaðist 3-2 og var á þeim tímapunkti útséð um sigur heimamanna. Ekki er þó öll nótt úti enn. Ísland á enn eftir að leika tvo leiki gegn S.Afríku og Nýja-Sjálandi og sigrar gegn þeim þýða á liðið verður í toppbaráttunni með Mexíkó sem þykir hafa sterkasta hópinn á mótinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×