Erlent

Kosningar á Kúbu

Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Kúbu um helgina. Fidel Castro, forseti landsins, sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar að kosningarnar væru þær lýðræðislegustu í heimi. Kosningarnar voru ekki hefðbundnar flokkakosningar enda er aðeins einn flokkur leyfður í landinu, kommúnistaflokkur forsetans. Í staðinn geta borgarar tilnefnt þá sem þeir vilja í þær stöður sem eru í boði. Lýðræðið er þó frekar í orði en á borði því frjáls fjölmiðlun er óþekkt í landinu og eftirlit ríkisins með borgurunum meira en góðu hófi gegnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×