Erlent

Ibarretxe í klemmu

Flokki hófsamra baskneskra þjóðernissinna mistókst að ná meirihluta á löggjafarsamkomu Baskalands í kosningum sem haldnar voru þar á sunnudag. Juan Jose Ibarretxe, forseti héraðsins og leiðtogi flokksins, hafði vonast til að fá skýrt umboð frá kjósendum til að semja við spænsk stjórnvöld um aukið sjálfræði en flokkur hans fékk aðeins 29 af 75 sætum á þinginu. Lítill kommúnistaflokkur náði óvænt níu þingsætum eftir að Batasuna, stjórnmálaarmur Aðskilnaðarsamtaka Baska (ETA) hafði lýst yfir stuðningi við hann. Starfsemi Batasuna hefur verið bönnuð síðan 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×